Fræði þurfa ekki að vera tengd vísindum. Hvað með tungumál?
í rauninni heitir þetta dulspeki vegna þess að dulspeki er allt það kukl, svidl, plott og lygar sem ekki eru viðurkennd sem alvöru vísindi og fræði en fólk ákveður samt að trúa.
Nei, alls ekki. Dulspeki er fræði vegna þess að það eru til svo margar bókmenntir, svo margar trúir, svo margar verur, svo margar sögur, maður gæti talið endalaust áfram. Það væri algjör sóun að merkja þetta ekki sem fræði. T.d. þá eru til ýmiskonar dýrafræði - en einnig duldýrafræði. Það eru vísindamenn sem fást við að elta uppi þessi dýr. Og flestir sem trúa á svona hafa fengið staðfestu um að viðkomandi viðfangsefni sé til, trúa ekki í blindni. Jesús segir reyndar að maður á að trúa í blindni, sem ég gerði, en að sjá alla vættina sem ég hef séð um ævina staðfestir trúna ennþá meira.
Og þú getur ekki með neinu móti sannað hvort dulspeki sé sönn, þú getur bara líkt því við ævintýri (líkt því við ósannindi)
Þá get ég sagt: Að trúa ekki á Guð er eins og að vera “eitthvað óguðlegt hér”
Það sama segir þú: Að halda því fram að dulspeki séu sönn er eins og að trúa á Línu Langsokk.