Ég er að ræða á tveim mismunandi nótum varðandi úlfasöguna.
Í fyrsta lagi, þá er þetta skemmtileg saga sem virðist vera góður boðskapur fyrir börn. Þegar maður veltir því hins vegar fyrir sér hvað sé verið að segja í sögunni, þá er boðskapurinn greinilega sá að maður eigi ekki að segja sömu lygina oft… og það finnst mér ekki góður boðskapur.
í öðru lagi þá skiptir boðskapur sögunnar engu máli. Ég á fullt af dæmisögum handa þér. Hávamál eru ekkert annað en dæmisögur og flestar þeirra eru gildari í dag en biblían. Er þá ástæða til þess að segjast vera ásatrúa maður?
Það að taka mark á dæmisögum er ekki það sama og að trúa því að dæmisögurnar séu raunverulegar.
Rétt eins og ég viðurkenni að margt í biblíunni sé góður boðskapur, þá er það ekki ástæða til þess að vera kristinn. Þeir sem sjá góðan boðskap í biblíunni sjá hann líka í Hávamálum, Kóraninum og fleiri trúarritum… af hverju eru þau þá ekki ásatrúar og múslimar?
Vegna þess að það að hafa siðferði gerir okkur ekki trúuð.
Næsta point.
Ég veit að biblían er skrifuð af mönnum og bla bla bla, þetta eru bara metafórur.
Ef þú viðurkennir þetta þá geturu ekki sagt að þú sért kristinn. Ef þú gerir þér grein fyrir því að Jesú hafi bara verið hippi síns tíma í goody fíling þá ertu ekki kristinn.
Ég er ekkert að efast neitt stórlega um að það sé satt. Jesú gat mjög vel verið gaur í góðum fíling með góðan boðskap.
Það gerir mig ekki kristinn. Það sem gerir fólk kristið er að TRÚA því að biblían sé sönn. Að TRÚA því að ekki bara boðskapurinn, “vertu góður við náungann, ekki myrða, ekki drýgja hór, grýtum óhlýðin börn, tökum samkynhneigða af lífi, fórnum dýrum” sé góður heldur að allt þetta yfir náttúrulega sé satt líka: “líf eftir dauðann, upprisa mannsins, nóaflóðið, turninn í babel, sódóma og gómóra, endurkoma krists”
Eigum við að fara aðeins yfir boðorðin 10?
við skulum fara eftir Lúthersku boðorðunum 10 þar sem við höfum líklegast alist upp við sama sunnudagaskóla og sömu messur og fermingarfræðslur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Ten_Commandments1. Flest allir eru sekir um þetta brot og einnig þú.
Þú hefur gert þér falls guð. Þú trúir ekki á hluta fyrra testamentisins og samkvæmt kristinni trú þá ert þú tekur um brot á fyrsta og æðsta boðorðinu. Þú hefur skapað þér þinn eigin guð til þess að henta þínum hugsunarhætti.
Það er synd. (sérðu hversu fáránlegt þetta er?)
2. Guð minn góður, djísus kræst!, jesús almáttugur
Ekki margir íslendingar svo mikið sem yppta öxlum þegar þetta boðorð er brotið. Málfrelsi er talið almennt í dag og flest allir taka þau mannlegu gildi fram yfir trúna. Heppin við!
Það að fólk brjóti boðorð er eitt, það að þeim sé alveg sama er annað og þýðir ekkert annað en böl.
3. Hversu margir liggja allan laugardaginn í sófanum án þess að lifta fingri?
Það er dauðadómur við því að erfiða á laugardegi, en ef forfeður okkar hefðu ekki gefið skít í það og farið samt sem áður út á heyja á sumrin þegar veður gafst, þá værum við líklegast ekki til í dag.
Hugsaðu þér að taka 1/7 af veltu heimsins og loka fyrir hana? fyrsta samfélagið einu sinni í viku.
Hversu mörgum finnst það skynsamlegt? Hversu margir íslendingar eru sammála því?
Ég held að flestir séu sammála um að fyrstu 3 boðorðin séu úrelt, sammála?
höldum áfram.
4. Frekar gott og gilt. Meira að segja ekki það fráleitt, við erum forrituð af náttúrunnar hendi að treysta foreldrum okkar umfram aðrar manneskjur, alla vega fyrstu ár ævinnar og foreldrar eru forritaðir til þess að elska krakkana sína. Það er hreinasta ást sem finnst, engin öfund eða afbrygðisemi heldur hrein vænt um þykkja. Þetta er fullkomnlega í takt við þróunarkenninguna og í raun óþarfi að hafa þetta sem skipun, þetta er eitthvað sem gerist oftast.
Mjög líklegast hafa þeir samt sett þetta í trúarbrögðin til þess að aga unglinga, þegar ungviði kemst á þann aldur að vilja slíta sig frá foreldrunum og hefja eigið líf með eigin ákvörðunum.
Þetta er svo sem ekkert úrelt, fyrir utan það að það tekur ekki mark á undantekningum. eiga foreldrar sem berja börnin sín virðingu skilið? Eiga feður sem misnota dætur sínar virðingu skilið?
Eiga mæður sem drekkja börnunum sínum í baðkari virðingu skilið?
Mundu, að það eru engar undantekningar á þessum reglum. Þetta eru æðstu boðorðin 10, þetta er fokkin stjórnarskrá guðs. Þetta fólk, á samkvæmt orði guðs, virðingu skilið.
5. Þetta virkar gott og gilt þar til maður, enn og aftur, veltir fyrir sér undantekningum. Hvað með sjálfsvörn? Hvað með morðið á Kaligúla?
Þetta boðorð er réttlætanlegt ef við notumst við orðið “morð” í stað “deyða” eða “drepa”
Ég held að flest allir séu sammála um það að í ákveðnum tilvikum er réttlætanlegt að deyða manneskju en morð sé ekki réttlætanlegt. (Og þar með eru aftökur á hommum, spjölluðum stúlkum, óhlýðnum börnum og fleiri réttlætanlegt þar sem það eru ekki morð heldur réttmætar aftökur, samkvæmt guði)
6. Þetta hljómar vel. En hvað sagði Jesú um þetta? Þar sem þú ert svona góður í því að hunsa boðskap gamla testamentsins og segir að jesú hafi bara sagt góða hluti, gáum þá hvað hann sagði um þetta boðorð.
Matteus, 5 kafli
“28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis.”
Ég held að fæstir karlar séu að fara að plokka úr sér augun og rífa af sér hendurnar fyrir það eitt að hafa horft á konur og langað til að ríða þeim, eða þá hugsað um ókunnar konur meðan þeir runka sér.
Hefur þú nóg traust á guði til þess að gera þetta? Þetta er það sem guð heilagur vill og ef þú ert ekki sammála þá ertu enn að gera þér fals goð og brjóta fyrsta boðorðið.
En sama hvort 29 og 30 séu út í hött þá eru flestir líka sammála 28, þ.e. að horfa á eftir konu og tjekka á rassinum á henni, er ekki það sama og að drýgja hór.
Ertu ekki sammála?
7. Hvað er stuldur? Er í lagi að stela brauði þegar maður er svangur? Er í lagi að stela lyfjum fyrir veiku fólki?
Mundu að þetta eru skotheld boðorð guðs, án undantekninga.
Meira að segja íslenska ríkið og íslenskur almúgi finnst rétt að stela 35% af launum þjóðannar á hverjum mánuði til þess að borga fyrir þá sem minna mega sín.
Ert þú til í að afnema skatta og fylgja þar með lögum guðs?
Eða finnst þér það út í hött að afnema skatta, og ert þar með að segja að lög guðs séu út í hött?
Mundu að skattar eru ekki borgaðir sjálfviljugt. Sama hvort þér finnist skattar skynsamlegir eða ekki þá eru þeir teknir, sama hvort okkur líkar betur eða verr, sama í hvaða kreppu við erum og við skrifuðum aldrei upp á neinn samning sem samþykkir það að við borgum skatta. Þar sem er skattur stuldur og því brot á 7 boðorði guðs.
úrelt much?
8. Sumum ef ekki flestum finnst þetta sjálfsagt þegar fljótt er á litið.
En þá er mér hugsað til Önnu Frank. Átti fólkið sem hýsti hana að segja nasistunum frá henni? Höfðu þeir ekki rétt á að ljúga upp á Önnu að hún væri ekki uppi á háaloftinu hjá þeim?
Áttu þeir að fylgja skipunum guðs og afhenda nasistum Önnu til þess að brjóta ekki boðorð guðs?
9. Ekki girnast? Það er ein af grunnhvötum mannsins. Það væri enginn efnahagur ef menn hefðu ekki girnd. Ef engann langaði í nýtt hús, flottari bíl, nýja kaffikönnu, þægilegri skó, betri mat, betri þjónustu… hvert myndi samfélagið þá fara?
Gleymdi guð að fara í hagfræðinám?
10. sama og 9. nema þetta með konuna.
Er það virkilega svo slæmt að horfa á nágranna konuna og hugsa: Shit, hún er FIIIIINE
Veistu, ég held að þú hafir gert það og ég held að þú sjáir ekkert slæmt við það ;)
Ég skil ekki af hverju þú ert enþá að nudda þér upp úr biblíuni?
Ég sagðist aldrei vera kristinn né trúa á Jehóva? Ég sagðist einungis finnast biblían hafa mörg góð gullkorn sem maður ætti að tileinka lífinu.
Ég hinnsvegar talaði við þig um
trú almennt og byrjaði á því að spyrja þig af hverju þú værir svona mikið á móti trú.
Eins og ég sagði hef ég mína sértrú, þannig ég bið þig að vera ekki með þetta ‘'Guð þetta, biblían hitt’'.
Og það sem þú talar um að enginn myndi rífa úr sér augað og hendur og blabla, ég var að segja þér hvernig maður les biblíuna. Ef þú gætir bara lesið það jafn vel og þú lest huga.
Allaveganna, þá máttu koma þér aftur á umræðuefnið ef þú hefur áhuga, en ég hef ekki áhuga á að sjá hvað þér finnst um biblíuna, þarsem þetta er svo flókin bók og það er hægt að lesa hana á milljón vegu.