Það er til fólk sem trúir á fólk sem lifir eftir dauðann. Eða þar að segja að sál þeirra fer úr líkamanum og tekst á við þá ákvörðun hvort það vill vera áfram á jörðinni eða fara upp í ljósið.
1.
Sagt er að ekki allar sálir komast upp ljósið heldur þurfi að endurfæðast því þær hafa ekki skilað sínu hér á jörðinni og hafa ekki safnað sér nóg af reynslum. T.d. að þjást, hamingju, gleði, söknuði, tilfinningum.
Því velja þær sér næsta líf.
Sagt er að við veljum okkur foreldrana okkar til að ná ákveðnum reynslum. Til að læra eitthvað nýtt eða til að kenna foreldrum okkar eða þeim sem umgangast okkur á einhverjum tímapunkti lífsins.
Satt að segja er ég ein af þeim sem trúir á þetta.
Aðrir trúa að sálir eru bara fólk í öðrum heimi sem við sjáum ekki…og kannski öfugt?.

2.
Miðlar sjá inn í fyrra líf okkar og stundum fólk sem hefur tengst því. Þeir geta séð fólkið sem er í kringum okkur, verndarenglana, fólkið sem eltir okkurl, ættvini og fjölskyldu.
Trúið þið því?..Ég er ein af þeim sem trúi á þetta.
Og það er bara fínt ef einhverjir hérna trúir ekki á þetta, gott að við erum ekki öll eins. En væri ljótt og óþroskað af honum að segja að þetta væri bara bull og bara heimskingjar tryðu þessu.
Allir hafa rétt á sínum skoðunum enda er þetta frjálst land.

En áfram með að trúa.

3.
Að endurfæðast, upplifa nýtt líf og að upplifa nýja reynslu og fá nýjar reynslur til að geta komist inn í ljósið eða inn i heiminn sem bíður okkar þegar við erum orðin nógu þroskuð til þess.
Sama sál en nýr líkami.

4.
Spámenn og konur.
Sem eru ekki lygarar en geta spáð fram í framtíðina að raun.
Sagt manni hvað gerist, sagt manni hvað hefur gerst, sagt manni hvað á eftir að gerast.
Sem lesa í mann og geta sagt alveg frá manni frá a-z


Mér finnst þetta magnað og trúi á þetta.
Pælið í því að þetta sé 5 lífið manns og maður er að kynnast nýju fólki.
Að maður sé ný sál að kynnast lífinu og verður svo einn af þeim í ljósinu einn daginn þegar við stígum frá jörð þar sem allar góðu sálirnar hafa náð sínu markmiði og sálir eins og sálin hans Hitlers eru aðeins eftir á jörðinni og komast ekki í burtu og það er bara gott fólk þarna úti einhvers staðar.
Pælið í því að verndarengillinn ykkar gæti sitið hliðiná ykkur á meðan þið eruð hérna í tölvunni eða eru úti í búð að versla ykkur buxur eða inn í matinn. Ef maður þar að segja trúir á þetta og hleypir verndarenglinum/unum að sér.

Ég fékk hjálp við að kalla mína til mín. Eða reyndar var það kona sem talaði við mig og síðan þá hef ég aldrei trúað eins mikið á verndarengla og fyrra líf. Og síðan ég hef verið að reyna að tala við verndarenglana og reyna að kalla þá til mín hefur mér aldrei fundist ég vera meira heppin.
Ég var hér áður fyrr óheppnasta manneskja sem til lifði hér á jörð.
Í alvöru..ég vona að fólk hér taki þessu alvarlega og ef þið trúið ekki á þetta þá sleppa því að segja það sem þeim finnst.

Ég þakka fyrir lesturinn og þetta svari spurningum hjá fólki.

Ein spurning að lokum.
Trúið þið á eitthvað af þessu eða eitthvað í þessa átt?
;)