Las eitthvað smá um þetta á þeim tíma sem ég hélt, eins og margir, að trú væri nauðsynleg og maður þyrfti helst að finna sér einhverja við hæfi.
ó grófum dráttum þá byggist þetta á Eþíópískri kristni minnir mig (trúarhópur sem einangraðist í Eþíópíu, innan um alla múslimana og skapaðist mikil dulúð í kringum á miðöldum. Talað var um Jón Prest sem höfðingja þeirra og að hann réði yfir miklu veldi kristinna manna í Afríku. Portúgalir og Spánverjar reyndu af miklu afli að hafa uppi á honum sem var meðal annars hvati til landkönnuða og gullaldar ára Portúgal. Síðan þegar þeir fundu þá voru þetta bara svertingjar í eyðimörkinni :P)
Þeir trúa á Haile Selassie I, fyrrum keisara Eþíópíu sem Guð eða jesú endurborinn og er hans marg oft getið í reggae lögum. Hann er einnig kallaður Jah, ef þú kannast við það :)
Þeir leggja meiri áherslu á gamla testamentið og mikið lagt upp úr baráttu Babylon og Zion. Babylon er holdgervingur þess illa og á einnig við um lífstíl vesturlanda búa, t.d. þegar konur mála sig.
Þeir trúa að hver kona sér drottning (hljómar vel) og það felur í sér að hún eigi að vera trygg og trú kóngi sínum (þar kom rúsínan í pylsuendanum).
Þetta er ekki nákvæmt svar og mjög líklegast leynast villur þarna. Þú kannski skrifar grein um málið :)
annars er þetta bara kristni fyrir stónera :P
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig