Ég lenti í árekstri á Miðvikudaginn, ekki í belti og meiddi mig í hausnum,

Fór frá Reykjavík í gær til Akureyrar, á leiðinni útúr Reykjavík var keyrt aftan á mig,(á ljósum við Grafarholtið) enginn meiddi sig. Toyotan mín erklesst og því var ég á Nissan Almeru sem mamma á. Hann skemmdist það mikið að ég fékk annan lánsbíl, bílinn hans pabba til að fara norður sem er Galant 91.

En nú er ég alltaf í belti og er núna á Akureyri að ná í fólk og er svo að fara austur á land í jarðarför á morgun, og er orðinn alveg skíthræddur., á Holtavörðuheiðinni í gær var banaslys sem við komum að. Það var mjög spúkí eitthvað. Komum svo til Akureyrar, til vinar míns, þá var pabbi hans nýkominn á sjúkrahús, mikið veikur(c.a 50 ára) Í nótt dreymdi mig bara eldsvoðann á Þingeyri, þar sem 3 dóu.
Í morgun ætlaði ég samt að skreppa út, þá fór ekki Galantinn í gang sem er mjög skrýtið því hann er í topp standi. Verið að laga hann núna.

1. árekstur á miðvikudag
2. keyrt aftan á mig í gær
3. komum að banaslysi
4. pabbi vinar míns alvarlega veikur
5. Slæmur draumur um dauðann
6. Bíllinn neitar að fara af stað

Allt þetta, bara síðan í fyrradag. Eru þetta merki um dauðann, kannski verið að vara við?
En nú er ég og kærastan mín alveg orðin skíthrædd að þetta séu einhver merki um að við eigum ekki að fara austur í þessa jarðarför. Leggjum samt af stað í kvöld, þ.e ef ekkert meira gerist spúkí.