Ég held að þú hafir rangt fyrir þér. Ég er hins vegar með 80 ósvöruð skilaboð og á hægri tölvu og kominn með bakverk af því að vera í lélegum stól að reyna að kreistast í gegnum allt hérna þannig ég leyfi þér að wikipedia þetta allt saman :)
Annars þá er Kínverska teketils umræðan þannig: Ef að ég segði þér að kínverskur teketill væri á sporbraut um jörðu, er þá 50% líkur á því að hann sé þar. Við myndum líklegast aldrei finna hann né sjá hann.
Það er ekkert yfirnáttúrulegt varðandi teketilinn, hann bara er þarna (eða ekki) og á sporbraut. Sama hvað við myndum leita lengi myndum við líklegast aldrei sjá hann.
Þetta með spaghetti skrímslið minnir mig að hafa komið frá mennta- eða háskóla nema í Kentucky (eða Kansas) og voru mótmæli hans við því að sköpunarsagan væri kennd.
Hann sagði, að ef sköpunarsaga biblíunnar ætti að vera kennd sem annar valkostur við þróun og miklahvell þá ætti líka að kenna sköpunarsögu fljúgandi spaghetti skrímslisins, teiknaði mynd á servíettu eða álíka og ritaði lögmál hennar á eitt blað.
Þetta var ekki akkúrat svona, en wikipediaðu mig í drasl, endilega, því ég nenni því engan veginn núna
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig