Hey! ég kannast svo vel við það sem þú ert að segja! þetta hefur komið fyrir mig af og til síðan ég var lítill polli, en ég gerði mér varla almennilega grein fyrir þessu fyrr en fyrir svona ári síðan. Þetta kemur í bylgjum, ég man eftir að í okt. og nóv. á síðasta ári hlýtur þetta að hafa náð hápunkti hjá mér(enn sem komið er), þetta gerðist svona tvisvar í viku og var stundum lengra en 5-15 min.
Það er mjög erfitt að lýsa þessu, en hjá mér þá verður allt sem ég hugsa miklum mun háværara og hraðara, stundum fylgir smá snert af svima og svona smá fiðringur í maganum. Og ég skil hvað þú átt við með óþreyjullt, þetta er stórfurðuleg tilfinning. Þetta kemur nánast bara fyrir þegar ég er einn, samt man ég eftir einu tilfelli í skólanum þá varð ég mjög hræddur og þorði varla að tala því ég hélt að það myndi verða öskur eða altof hratt… en ég er nú búinn að átta mig á því að það er ekki svo, öðru fólki finnst maður yfirleitt eðlilegur (kannski svolítið taugaveiklaður).
Seinna meir er ég bara byrjaður að hafa gaman af þessu, ég hef stjórn á þessu og get jafnvel framkallað þetta (held ég). Þegar ég byrja að finna fyrir þessu get ég einbeitt mér að því að láta þetta hætta, nú eða látið þetta ágerast… það er nú bara skemmtilegt sko:)
Mér finnst frábært ef ég hef fundið einhvern annan sem kannast við þetta, allir hafa talið mig brjálaðan. Endilega svaraðu og segðu mér hvort þú kannist ekki við lýsinguna hjá mér, ég get kannski hjálpað þér að ná tökum á þessu…:)<br><br><hr>
<center><p><a href="
http://www.simnet.is/unnst“>Ha?</a></p><center>
<div align=”left"><p>Sorry if I don't like to write the
way you like
to read.</p></div