Nú ætla ég að segja ykkur smá sögu (þetta gerðist í alvöru)
Það var maður sem fékk nýja myndavél þetta var svaka góð myndavél.
Þá auðvitað vildi hann prófa vélina og fór í kirkjugarð að prufa (man ekki hvað garður það var).
Hann tekur þessar fínu myndir en það var galli…
Það var hálfgerð þoka yfir einni gröf og við hliðina á þeirri gröf var kona í rifnum kjól og virtist vera slösuð (þetta var eftir framköllun).
Hann fór aftur að prófa en þá er eins og myndavélinn sé sleginn úr höndunum á honum og hún eyðilegst.
Þetta er ekki enn búið
Frændi minn komst yfir eina af þessum myndum og var með hana í tölfu og prentaði hana út.
Hann var með hana inn í stofu hjá sér.
Alltaf þegar hann var inn í stofu byrjaði honum að líða svo skringilega (fékk ekki meiri upplýsingar um þessa tilfinningu).
Svo einn daginn er hann að tala við vin sinn og það koma truflanir í símann og það heyrist rödd eins og slösuð kona að biðja um hjálp.
Hann neglir símanum í vegginn og hleypur öskrandi út á götu.
Hann jafnar sig á þessu sjokki eftir góðann tíma hann labbar inn tekur myndina rífur hana í tætlur og hendir henni og hættir alveg að hugsa um þetta.
Nokkrum dögum seinna er hann að tala um þetta við vinkonu sína og hún náði í sömu mynd prentaði hana og var með hana inn í stofu og hún fékk sömu tilfinningu en hún henti strax myndini
Bætt við 5. maí 2008 - 15:01
Því miður á ég ekki link á þessa mynd