Sæl og blessuð öll sömul
Ég er ekki vön að lesa eitthvað í drauma sem mig hefur dreymt því ég einfaldlega trúi ekki á þannig EN og það er en.. síðustu nætur hefur mig dreymt svo hrottalega drauma að ég er komin á það stig að ég ætla ekki að sofa lengur!
Draumur 1: Ég sit í Háskólabíói í venjulegum tíma með vini mínum. Við erum að gera tilraun (sem tengist þessum tímum sem ég er í ekki neitt!) með kerti. Ég brenni af mér hendina og hleyp um allt hágrátandi að reyna að finna stað til þess að kæla hana en útúr vöskunum kemur bara brún heit drulla.
Draumur 2: Ég er stödd í sundlaug sem ég hef aldrei séð áður með vinkonum mínum. Við festumst þar inni og erum að reyna að komast út. Það er engin útgönguleið og þær skilja mig eftir til þess að drukkna.
Draumur 3: Ég fæ 1 á ritgerð sem ég skilaði inn um daginn (í alvörunni) og fer að hágrenja fyrir framan allann bekkinn. Kennarinn segir mér að steinhalda kjafti og hætta þessum aumingjaskap, ég hefði bara átt að gera betri ritgerð. Í þessum draumi fæ ég svona svakalega á tilfinninguna að hann sé að misnota mig þó að það gerist aldrei beint. Hef það bara á tilfinningunni.
Draumur 4: Þennan draum dreymdi mig bara í nótt. Ég var stödd heima hjá vinkonu minni og það var ógeðslegt allt heima hjá henni. Allt útí pöddum og viðbjóði. Mér er alltaf svo illt í hægra auganu og fer inná bað til þess að athuga með það, opna augað og þá sé ég eitthvað svona eins og skít sem dettur úr auganu á mér, fyrst hélt ég að þetta væri mygla eða eitthvað. Svo fer ég fram og tala við vinkonur mínar en er ennþá ótrúlega illt í auganu, fer aftur inná bað og opna augað betur þá sé ég risastóran brúnan blett í auganu á mér og það eru lirfur með. Á meðan ég er að þessu slysast ég til þess að kíkja í munninn á mér og þar eru kóngulær! Ein risastór skríður útúr munninum á mér og ég skyrpi henni út en þá sé ég 3 aðrar hangandi í tönnunum á mér.
Eftir þetta vakna ég og ég SVER ég er hætt að sofa!!
Ef einhver hefur minnstu hugmynd um afhverju mig er að dreyma svona ógeðslega endilega komið með það:)
Bætt við 25. apríl 2008 - 10:13
*köngulæ