http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1191247

Félagarnir Matt Stone og Trey Parker, höfuðpaurar South Park þáttanna hafa hafið baráttu sína við vísindatrú (e. scientology) eftir að bandarísk sjónvarpsstöð hætti við að sýna þátt þar sem gert var grín að vísindakirkjunni og Tom Cruise.

„Það má vera vísindatrú að þú hafi unnið ÞESSA baráttu, en milljón ára stríðið um jörðina er rétt ný hafið!“ sögðu þeir Parker og Stone í yfirlýsingu sem var birt í bandaríska tímaritinu Variety.

Comedy Central, sem sýnir þættina, segir að breytingarnar geri þeim kleift að sýna tvo auka þætti sem Isaac Hayes talaði inn á, en hann talaði inn á þættina fyrir persónu „Chef“. Hann hætti hinsvegar nýverið vegna þess að South Park gerði grín að þeim trúarbrögðum sem hann aðhyllist, þ.e vísindatrú.

Comedy Central hefur vísað því að á bug að þeir hafi hætt við að sýna þáttinn vegna þess að Tom Cruise hefði þrýst á stjórnendur stöðvarinnar til þess.

Þeir segjast hafa gert þetta svo hægt væri að kveðja persónu Chef með viðeigandi hætti eftir brotthvarf Hayes.

Cruise hefur neitað því að hann hafi hótað að hætta við að auglýsa kvikmyndina Mission Impossible 3 ef þátturinn færi í loftið.

Paramount mun dreifa myndinni í maí, en það er í eigu Viacom sem jafnframt á Comedy Central.


The War Has Just Begun!
.