Tilhugsunin um jólasveininn er sennilega ein sú allra besta minning sem ég á síðan ég var smábarn, mig minnir að ég hafi verið um 6 ára þegar ég áttaði mig á því hver í raun og veru setti í skóinn hjá mér en þó hélt ég áfram að setja skóinn í gluggann, ég held ég hafi verið 10ára þegar ég setti skóinn síðast í gluggann, en það er ekkert sem gleður mig jafn mikið og að sjá ánægju svipinn á flestum börnunum á Aðfangadag, þegar ég ásamt mörgum öðrum göngum á milli húsa í mínum heimabæ, klæddir í rauða búninga með hvítt skegg, þetta er eitt það skemmtilegasta í lífi flestra barna og mér finnst það skítt af þeim foreldrum sem ekki leyfa börnum sínum að komast í kynni við jólasveina