af hverju er það tilgangslaust? Getur þú sagt mér hver annarsstaðar þú getur vonast eftir draumaráðningu, og er ekki hinn fullkomni staður korkaflokkurinn
Draumaráðningar hér á þessu áhugamáli? Ekki veit ég um betri stað,svo endilega deildu.
Og hvað með það þótt enginn viti alveg með vissu hvað draumar þýða ? Ef fólk vill draumaráðningu þá veit það vel að það verður að taka öllu svoleiðis með fyrirvara, ef einhver segir að draumurinn hafi þýtt akkurat -þetta-, þá er það ekkert heilagt að draumurinn þýði þetta, eða að hann þýði eitthvað yfir höfuð.
Ég veit ekki hvar notandinn kyssuber hefur fræðst um þetta allt, en ég vona svo sannarlega að hún haldi áfram að ráða drauma sem komi hingað inn. Hún réð minn þegar ég setti draum hér inn og mér leið miklu betur eftir að hafa verið í algerri óvissu um hvað draumurinn hafði þýtt.
Og nei, ég var ekki að segja að ÞÚ hafir verið með eitthvað skítkast, skoðaðu bara gamla korka og þá sérðu fullt af notendum að reyna að vera fyndnir með því að svara að draumurinn hafi þýtt “þú deyrð í næstu viku” eða eitthvað þannig.
Hefur líka mikið að segja að kyssuber er 22. ára, á meðan þessir sem reyna að vera fyndnir eru kannski 13-16 ára, og það er auðvitað mikill þroskamunur þar á.
Og ef þú ert að kalla fólk fávita af því að það vonast eftir svör við draumum sínum, hafðu það þá frekar bara fyrir þig og skoðaðu eitthvað annað áhugamál.