Til hvers? Umræða um trúmál á huga er alltaf eins.
A: (Gerir nýjan kork) Afhverju getið þið trúað á guð!? -Svaka rök um allt það slæma sem kirkjan hefur gert og hvað það sé heimskulegt að trúa-
B: Annaðhvort: “Afhverju fáum við ekki bara að trúa í friði, er ég að bögga ykkur eitthvað útaf trúleysi ykkar?” eða “-mótrök-”
A: Hraun út í eitt, meiri rök gegn biblíunni, jafnvel vitnað í mótsagnir.
B: Annaðhvort ekkert svar til baka (skynsemismenn þar á ferð) eða hraun til baka.
Ef B svarar í seinna skiptið það endar þetta í leiðnlegum rökræðum sem hafa átt sér stað margoft áður og enda yfirleitt í einhverskonar leiðindum, svo að stjórnendurnir eyða öllum þessu skrifum.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“