Mig dreymdi alveg stórfurðulegan draum í nótt,
Ég var staddur í gamla grunnskólanum minum og tók eftir blóð blettum á gólfinu og spurði aðila hvort þetta væri úr honum,
svo kom ég að spegli, sá að ég var allur blóðugur á hausnum og væri með stórt gat á miðjum hausnum og sást í kúpuna,
ég kalla á sjúkrabíl og á leiðinni í bílinn hringir vekjaraklukkan og vekur mig, ég kveiki á lampanum fyrir ofan rúmmið mitt,
þá springur peran í honum og glerbrot skjótast í mig og yfir allt rúmmið, sem betur fer fékk ég ekkert gat á hausinn þetta skiptið
Þýða svona draumar eitthvað? ég er ekki buinn að takast að koma þessu úr hausnum á mér i allan dag