Hughreysta má þó trúleysingja og kristið hugvitsfólk með því að umrædd bók hefur ekkert bakvið sig í kirkjusögulegum skilningi.
Frá komu bókarinnar ca. 90 e.kr. frá Grísk/tyrknesku eyjunni Patmos hafa kirkjufeður og sagnfræðingar haft mikin efa um umboð þessarar bókar.
Þegar Biblían var sett saman á (Konstantínópel/)Níkeuþinginu 325 e.kr. þá rétt slefaði opinberunarbókinn í gegnum þá miklu sýju sem sameinaðir fræðimenn og biskupar rómarríkis höfðu sett sem inngöngukröfu. Þó varla það, því hún náði ekki mörgum af þeim staksteinum sem að sett voru á ritinn. En opinberunin hafði eitt sem að reyndist henni vera trommp.
Hún var gríðarlega vinsæl.
Í gegnum hið austlæga helleníska rómarveldi voru 3. keisarar viðamiklir í ofsóknum á kristið fólk og þjappaði það þeim kristnu saman um opinberunina sem boðar skjótan heimsendi þar sem heiðingjar fá makleg málagjöld og þeim sanntrúuðu er umbunað þrautseigja sín.
1. Við vitum ekki hvort bókin hafi postulegt umboð, því hinn umræddi Jóhannes gefur ekki upp nánari skilgreiningu á sér. Ekkert er annað en hefðin sem að tengir hann við rithöfund Jóhannesar guðspjallsins né Jóhannesarbréfa.
Ritmál bendir til að um annan rithöfund sé að ræða
2. Hún er ekki í samhengi við Guðfræði Páls né Jeshúa.
3. Opinberunin er glansrit sem ætlað er til að þjappa saman söfnuðunum 7 á vesturströnd Tyrklands í gegnum ofsóknartímabil. Glysgjarnar lýsingar og uppbygging málfars bendir á þann tilgang einan að ganga í augun á lesanda frekar en að lýsa hnitmiðaðri atburðarás.
4. Guð kennir sig við gríska stafrófið. Alfa & Omega. Fyrsti og seinasti stafurinn. Upphaf og endir. - Jeshúa hefur aftur á móti óbeit á Hellenismanum og sniðgengur helleníska bæi og borgir nær markvisst í Palestínu.
5. Frá árinu 90 e.kr. þá hafa menn séð dæmi um uppfyllingu þessa spádóma í sínu umhverfi og pólitíska landslagi og þar með talið sig lifa á seinustu tímum.
Dæmi. Martin Luther taldi heimsendi sífellt við næsta horn þegar hann var Ágústínusar munkur ca. 1500 e.kr.
Opinberun eða ekki, það bendir ekkert til þess að við lifum á seinustu tímum í biblíulegum skilningi, sama hvað trúar-elítistar halda.
Róm var ekki brennd á einum degi…