dreymdi þarsíðustu nótt að ég hafi farið upp á háaloft í einhverju húsi þar sem ég þurfti að fara á klósettið. Þegar ég kem ú af klóinu sé ég að það er búið að loka fyrir háaloftið. Ég reyni að kalla en kjálkinn á mér læsist í opinni stöðu. Ég reyni að loka honum með því að láta tennurnar mætast en þá bara brotna tennurnar og það er vont bragð af tönnunum…þær eru orðnar oddhvassar vegna brotanna. Þetta er hræðilegt, mig hefur oft dreymt að kjálkinn læsist í opinni stöðu og mér verður illt af að hugsa um þetta. Alltaf reyni ég að ýta neðri kjálkanum upp þannig að munnurinn á mér lokist. Rosalega leið mér illa. Ég gat ekki kallað á hjálp útaf þessu. Svo birtist maður fyrir aftan mig og segir að það sé vonlaust fyrir mig að komast út…að hann sé búinn að gefast upp á að reyna að sleppa úr háaloftinu og hafi verið þarna í mörg ár. Svo vakna ég og sem betur fer var þetta ekki í raunveruleikanum
Nóttina eftir dreymir mig að ég sé að senda vini mínum e-mail. Hann býr úti í London. Mig dreymdi að hann hringdi heim til okkar og vildi fá að tala við systur mína en ekki mig. Ég segi þá:“Ég skal fara í símann, þetta er vinur minn” en hann segir ekki orð þegar ég segi “Halló”. Ég heyri að hann er að anda í símanum en vill ekki svara mér. Rosalega var ég fegin að vakna. Hef ekki enn fengið svar með e-mail frá honum en ætla að segja honum frá draumnum…eða ætti ég kannski að sleppa því að segja honum drauminn?????