Jú ég hef upplifað svona að miklu leyti og læknirinn minn segir að ef þetta væri verra þá þyrfti ég að hitta sálfræðing :P
Ég geri ýmsa hluti, til dæmis tel ég hluti, t.d. horn í herbergi, allt sem er ferhyrnt eða allt sem er rautt á litinn, allt sem er lítið, allt sem er stórt.
Svo er ég líka með rosalega áráttu fyrir því að allt sem ég skrifa eigi að vera fullkomið, snyrtilegt og engar stafsetningavillur. Þetta hefur oft leitt til þess að ég skrifi glósur þrisvar eða fjórum sinnum upp á nýtt til þess að ná þeim fullkomnum. Mér líður illa ef þær eru ekki snyrtilegar eða ef þær krumpa, rifna, ofl.
Líka í sambandi við bækurnar mínar eins og t.d. skólabækur, ég fæ alveg komplexa ef ég er að nota yfirstrikunarpenna og það fer út fyrir eða of mikið eða subbar eitthvað út.
Það er allskonar meira :P
En annars þá er ég ekki aaalveg að fatta hvað þetta er að gera hérna á /dulspeki ?
Bætt við 21. febrúar 2008 - 21:17
Já annað - ég er með svakalega áráttu fyrir sléttum tölum. Þegar ég hækka í sjónvarpinu þá get ég aldrei haft volumið á t.d. 37 - það verður að vera 40. Annars get ég ekki hætt að hugsa um það og þá veit ég ekkert lengur hvað ég er að horfa á í sjónvarpinu.
Ég er líka með einhverja áráttu fyrir því að láta tennurnar mínar klikka á meðan ég tel. Þá tel ég 1, 2, 3, og tennurnar gera svona hljóð á sama tíma og ég tel. Hef gert þetta síðan ég man eftir mér.
Ohh, og þegar ég borða nammi með mörgum litum, þá raða ég alltaf upp eftir lit, svo tel ég því það þurfa að vera jafn margir í hverjum hóp. Ef það eru ekki jafn margir þá borða ég eða jafnvel hendi þeim sem eru afgangs. Svo raða ég þessu snyrtilegra upp áður en ég get notið þess að borða þetta.. Eheheh.
Ég þarf líka alltaf að hafa rör. Ég veit ekki hvort það tengist þráhyggjunum mínum eða hvort það sé bara eitthvað thing. Ég verð alltaf að hafa rör í öllu nema rauð/hvítvíni.