Dreymdi allan tímann að ég væri í einhverjum barnaskemmtigarði og stundum inni í einhverjum sumarbústað þar sem voru fullt af börnum. Stundum var ég uppi á háalofti í bústaðnum og stundum í einhverju leiktæki í skemmtigarðinum.
Ég var allan tímann að passa að eitt eins árs barn myndi ekki detta hvar sem það væri. Annaðhvort var þetta barn á leið uppí háaloftið til mín án hjálpar en alltaf tókst mér að grípa í einn handlegginn á því þannig að það hékk. Svo var ég í leiktæki og sá barnið úr fjarægð vera að vega salt og sá það labba á vegasaltinu…ég var alltaf á leiðinni að hlaupa til að barnið dytti ekki.
Ekki fékk ég tækifæri til þess af því að ég lenti í umræðum fullorðna fólksins um að þessir tveir skemmtigarðar væru litlir og ættu að sameinast og ný leiktæki ættu að koma. Held að hér hafi ég vaknað!!!!!!!!!!!!!!!!!!