Jon66 kom með nokkrar pælingar um trúar brögð, og þá aðalega kristni.
Og vildi ég bæta smá við sem ég hef lengi pælt.

T.d. (til ykkar gaurana) ef engill mundi byrtast þér og segja “Kona þín er ófrísk, hún
mun fæða barn guðs”, og segjum að þið eruð svona latir að hafa ekki enn afmeyjað hana.
Mundið þið bara vera “Hey, okey, flott mál” eða hvernig munduð þið svara þessu ?

Persónulega mundi ég berja engilinn, enginn gerir konuna mína ófríska nema auðvitað ég !

Svo smá með spádóma. Í bíbliunni er sagt mikið um spádóma og eru margir spádómar þannig
séð búnnir að rætast.
En eru þetta ekki aðeins of auðveldir spádómar ?
Meina, “Fólk verður gráðugt, fær valda sýki. Menn koma og reyna að stjórna öllum heiminum
og blablabal”.

Meina, var þetta ekki líka löngu fyrir krist ?
Meina, var það ekki Júdas sem sveik Jesús akkurat út af græðgi ? Og gaurinn sem borgaði honum
gerði hann þetta ekki t.d. út af valda sýki ?

Svo smá um miskun hjá guði.
Guð er sagður vera góður, og allt sem snýst í kringum hann á að vera gott og frábært.
Hví er hann þá t.d. að láta plágurnar koma, flóðið og allt það ?
Til hvers er hann að drepa megnið af mannkyninu ? Því það er slæmt ?
Hvar er miskunin hans þar ?
Er þetta bara einhvað hobby hjá honum kannski ?

Og eitt svona að lokum…
Það er spáð að Jesus muni stíga aftur niður á jörðina some day…
Hvað haldið þið að mundi gerast ef hann kæmi ?
Meina, eflaust margir halda að þeir séu Jesus og MARGIR af þeim hafa endað á geðveikarhæli.
Hví ætti ekki nákvæmlega hið sama gerast fyrir Jesús ?
Væri eflaust bara skotinn á færi.
Tala nú ekki um ef hann “óvart” stígur niður til jarðar í múslima löndunum.

Endilega leikið ykkur að svara þessu ef þið hafið svörin.
(P.s. eitt upp á fun-ið.. Getið þið fært góð rök fyrir því hví það er æskilegt að trúa á guð?
ÁN ÞESS að vitna einhvað drasl úr bíblinunni. Heldur ALLVÖRU rök ?)

Þakka lesturinn.

Kv. Bambi