Nokkrir góðir punktar, en síðan nokkrir sem stuðuðu mig pinku ;)
Auðvitað auðvitað auðvitað gæti mögulega vera einhver smá séns á því að það hafi kannski einhvern tímann einhversstaðar verið til eitthvað sem mögulega má kalla guð og að það hafi byrjað líf.
ég veit að það er möguleiki á ÖLLU. Hann er hins vegar sára lítill. Sára sára lítill. líkurnar á því að þetta sé satt eru í líkingu við aldur alheims í þriðjaveldi á móti einum.
Þ.e. Það er ekkert sem bendir til þess og allt sem bendir á móti því. Vísindi reyna ekki að sanna eða af sanna hluti. Þau færa sönnunargögn. Hingað til er EKKERT. Taktu vel eftir, það eru ekki margir sem virkilega ná þessu, en ég held að þú gerir það. Það er EKKERT sem bendir til þess að guð sé, verði eða hafi nokkur tímann verið.
p.s. allt bendir á móti því.
Kannski skapaði guð fyrstu örveruna… Kannski skapaði hann skósóla, var ekki ánægður, eyddi honum og bjó í staðinn til myndaramma sem síðan umbreyttist í fyrstu lífveruna.
Kannski endurtók hann þetta ferli þúsund sinnum áður en honum fannst það lykta nógu vel.
Við getum bullað eins og við viljum og það eru alltaf líkur á því að þetta sé í raun það sem gerðist.
En rétt eins og guð biblíunnar, þá er skósólaguðinn uppspuni, órökstuddur, bætir ekki skilning okkar á alheiminum og hjálpar ekki við framför á sviði vísinda, eins og þróunarkenningin hefur gert svo mörgum sinnum á síðustu hundrað árum.
hluti 2:
Guð gæti hafa verið til þótt biblían hafi ekki verið rituð… ok.
Lína langsokkur gæti líka hafa verið til þó svo Astrid Lindgren hafi aldrei skrifað um hana… Er þetta virkilega eitthvað sem er þess virði að eyða tíma í?
Ég var mjög ánægður með svarið þitt þar til þú fórst, að mér fannst, í sömu gryfju og sköpunarsinnar. Það sem ég fýla betur við þig er að þú spurðir í staðinn fyrir að koma með fullyrðingar.
Hvað var á undan miklahvelli?
Tja… það er líklegast eitthvað sem við munum aldrei fá svar við.
En af hverju að skella guð á endan á dæminu? Þá verðum við að spyrja hvað var á undan guði. Þá komum við aftur á sama punkt “ég veit ekki”.
Ég einfaldlega sleppi þessu tilgangslausa milliskrefi “guð” og hoppa beint í “ég veit ekki”.
Þú sagðir “var bara svart?”
Nú verðuru að passa þig. Varstu byrjaður að ímynda þér að þú værir svífandi fyrir utan miklahvell og að allt væri svart nema þessi eini punktur þar sem öll orka alheims var á einum stað?
1) ófræðilega séð… já. Svart er ekki litur heldur er það fjarvera lita. Litir eru ljós, þar sem ekki er ljós þar er svart svo já… það væri svart.
2) þú gætir í fyrsta lagi aldrei verið fyrir utan miklahvell. Ef þú gætir spólað nógu langt aftur í tímann gætiru ekki séð miklahvell því að tímarúmið sjálft varð til í miklahvelli. Þ.e. þú hefðir þurft að vera innan í honum. Það er ekkert fyrir utan. Ekki það að það sé ekkert efni fyrir utan, heldur það er ekkert rúm til að vera í.
Rúmið sjálft var allt á einum stað, það var ekkert fyrir utan. Ekki nóg með það, það var ekkert “utan” yfir höfuð. Bara mjög mjög mjög lítið pláss. Síðan stækkaði það.
Hver er orsök þróunarkenningarinnar? Hvað meinaru?
Það eru ákveðnar spurningar, eins og ég segi, sem við munum líklega aldrei fá svar við. Hvað var á undan og í miklahvelli, hvaðan komu eðlisfræðilögmálin…. en þó svo að við vitum ekki svarið þýðir ekki að guð sé svar. Hvað þá persónulegur guð sem hefur minnsta áhuga á okkur.
Margir sem lenda í algjöru rugli .. dópi og eitthvað þannig segjast hafa tekið trúnni og frelsast og e-ð rugl þannig þetta hjálpar mörgum.
Taktu eftir einu orði þarna. “Segjast”. jújú, líklegast hefur trúin hjálpað þeim. En þetta er algjört undantekningar tilvik og kemur þjóð trú eða meiri hluta trúaðra ekkert við. Fyrir utan það að AA og fleiri “æðri máttarvalda” stöðvar eru margar hverjar mjög gagnrýndar.
Ég vissi að þú kæmir með einhverjar svona tölur :)
Og ég veit alveg að þú hugsaðir það sem ég er að fara að segja núna: Hversu mikið af þessu fólki er í raun kristið?
Á íslandi eru 95% þjóðarinnar eða álíka í kristnum söfnuðum, 82% í þjóðkirkjunni.
Hins vegar er bara um helmingur þjóðarinnar sem trúir á guð… skrítin kristni það… og held ég bara 8% þjóðarinnar eða álíka sem eru sammála þjóðkirkjunni um GRUNN kenningar kristninnar, þ.e. að Jesú hafi verið eingetinn sonur guðs, messías, og frelsari mannkyns sem hafi gefið líf sitt til syndaaflausnar fyrir okkur mennina, gengið um sem uppvakningur í nokkra daga áður en hann sveif upp á himininn og situr þar til að dæma lifendur og dauða þar til hann kemur svo aftur á dómsdegi og færir okkur 1000 ára ríkið.
Þessar tölur hjá mér eru alls ekki pottþéttar, þær eru eftir minni. En það hverjir eru virkilega kristnir og hverjir ekki er mjög vand með farið. Það er varla hægt að segja að kristnir séu í raun í meirihluta á íslandi. Mammónistar frekar ;)