ég hef pælt mikið í draumaráðningum en hef hvílt mig á henni í smá tíma en ég fékk sjokk þar sem mig dreymdi eftirfarandi í nótt:
´
ég var með félaga mínum upp í sveit og vorum bara að hanga eitthvað saman í svona skála (samt ekki fjallaskála bara meira eins og básar í Þórsmörk eða eitthvað) og svo skyndilega hljóp þessi félagi minn eitthvert eins og hann ætti lífi að leysa (ég var að pæla hvort að hann væri skyndilega að flýja mig) ég öskraði eins og ég gat á eftir honum(hann var buinn að hlaupa það langt þegar ég uppgvötvaði það) ég öskraði áfram(aðeins lærra) en það gekk ekki. Ég ákvað þá bara að fylgja honum og hljóp á eftir honum og hrópaði aftur á hann (hrópaði nafnið hans í öll skiptin) en hann hélt áfram og það var svona pittur (sem leit út eins og mýri) en það var litill grasblettur sem ég gat skriðið eftir og ég ákvað að skríða eftir því til að komast til hans(ég vissi hann væri á grasblettinum sem tæki við hinum við pittinn) svo sá ég hann og þá stóð hann þarna í rólegheitunum þannig ég missti einbeitninguna og datt í pyttinn en viss nokkurn veginn að hann myndi taka eftir mér ef ég dytti í pyttinn,hausinn var bara eftir og smá partur af hendinni og hann kippti mér úr pyttnum og spurði hvað væri eiginlega að mér,og þá kom í ljós að hann hljóp svona skyndilega af því hann hafði séð svona gott ljósmynda-færi að hann ákvað að drífa sig í því.
Ég skildi hann vel þar sem að ég get (í raunveruleikanum) misst mig í myndatöku(en myndi samt láta vita af mér rétt áður en ég byrjaði að hlaupa;ekki það að ég myndi samt hlaupa svona langa vegalengd eins og hann gerði í draumnum).
—
hvað þýðir þetta?!!!!
vantar svar strax!