Jæja fólk, mig dreymdi í nótt að ég væri staddur inni í kaþólskri kirkju á 15.-16. öld. Hún var tóm, að undanskildum einum manni sem var klæddur eins og munkur. Möguleiki að þetta hafi verið Marteinn Luther.

Hann er upp við altarið, gengur einn/nokkra hringi í kringum það og syngur svo e-ð kristilegt eða þá svona “chanting.”

Svo kviknar hægt og rólega í honum, samt aldrei alveg. Eldurinn byrjar í hendinni, svo kviknar í öxlunum á honum. Eða réttara sagt, hann var í mjög þykkum fötum.

Svo sagði/hugsaði hann eitthvað á þessa leið: “Mér leiðist þessi eldur.”

Þegar að þessu var komið er hann kominn út á mitt kirkjugólfið. Hann fer úr kuflinum og kastar honum af sér og hverfur svo eða þá að hann gengur út úr kirkjunni.

Um leið og kuflinn fer af honum opnast gat í lofti kirkjunnar (maður býst við því að það sé hátt til lofts þarna, en það lækkaði skyndilega) og gat opnast. Niður um gatið teigir sig maður í kuflinn og tekur hann upp.

Svo er draumurinn búinn áður en ég sé hvort kuflinn fer upp um gatið eður ei. En hann var ennþá brennandi.


Ég tek það fram að ég sá um daginn myndina “Luther” í sögutíma, spurning hvort þetta sé bara ‘reflection’ af því og sé í raun þýðingarlaust? Svo hef ég líka verið mikið í trúarlegum pælingum.