Góðann Daginn, fékk reyndar ágæta þýðingu á draumnum af Draumur.is en vildi bara deila honum, er meira við hann sem kannski er hægt að púsla saman, frekar langur fyrir þá sem nenna ekki að lesa langan texta:

Draumurinn semsagt,
Draumurinn byrjar semsagt bara að ég vakna en tek eftir þvi að það er enn myrkur, ég sé engann í kringum mig en labba að svölunum, þar sem ég sé skugga, fólk labba til og frá einsog í leiðslu, ég kalla til að spyrja hvað væri í gangi, þau litu öll við og byrjuðu að labba í áttina að blokkinni minni og þá sé að þeir eru zombiar, áður en þeir ná taki á mér tekst mér að klifra niður svalirnar og útá næstu gangstétt.
þegar ég er kominn útá götu, það er myrkur og ég ekki alveg að átta mig hvað er að gerast, nema allt er morandi í ,,zombium“ en ég hef komist í tæri við hóp af öðrum svona ,,survivors” sem ekki höfum umturnast. Eru 3 aðrir einstaklingar fyrir utan mig, ekki man ég hvort þeir hafi heitað eitthvað. Við bara svona höldum hópinn en virðumst ekki vita hvort við skildum fara.
Næst þegar eitthvað gerist erum við staddir hjá einhverjum leikskóla, leikskólanum í foldahverfi nánar tiltekið, þar sem hann er í mínu umhverfi en allt hitt í kring var lítið sem mig kannaðist við. Ekki vitum við fyrr en eitthvað risastórt skrímsli er fyrir aftan okkur, virkar sem svona ,,höfuðpaur“ þar sem þetta var bara risa höfuð í loftinu, við hlupum allir þar til við vorum komnir langt í burtu. Þá sýnir einn strákurinn mér blað, sem hann kallar: Grímskviðu eða hét eitthvað álíka eftir forn bókmenntum en það voru tvær þulur og hann ítreka reyndi að mana mig til að lesa aðra þeirra, fyrir ofan aðra stóð reið og ofan hina stóð: ,,Hatur”, ég gat mér til að þetta hefði eitthvað með þetta skrímsli að gera svo ég neitaði, fannst fínt að hafa hann svona venjulegan bara.
Þar sem við stóðum var allt í kringum okkur myrkur, öll ljós slökkt nema á einu húsi, þar sem sást í rauðar perur innan í, við löbbuðum að þessu húsi og bönkuðum, inn bauð okkur maður með haglabyssu og við settumst í sófan hjá honum, þessi maður virtist vel á sig kominn, talaði um að þessi rauðu ljós fældu zombiana í burtu, þeir kæmu ekki nálægt húsinu. Við trúðum því en ekki gerðist neitt merkilegt fyrr en hann þurfti að fara, eitthvað í sambandi við börnin hans. Svo hann opnaði alla gluggana, zombiarnir voru alveg við þá en þorðu ekki nær, hann skaut alla sem voru í færi við hann svo hann gæti klifrað út, af því voru karlar, konur, börn mjög greinileg sem hann úthellti blóði, mann að mér var frekar ofboðið þar sem hann var að skjóta zombía en þau minntu mann samt ennþá á lifandi verur. Út var hann rokinn en lítu gerðu þessar perur, því einn zombíin reyndi að grípa til mín, ég reyndi að stinga hann í augað með blýanti sem ég var allt í einu með en hitti ekki. Skömmu seinna náðum við í bíl einhvernveginn og fórum mjög hratt niður einhvern rosa brattan veg með mikilli umferð og varð til þess að lenda í mjög alvarlegum árekstri, brotnir gluggar og við vorum allir einhverstaðar á götunni en stóðum síðan bara upp einsog ekkert væri. Þarna endaði draumurinn einhverstaðar.

Athygli vakti mig líka, sem var hva furðulegast að í öllum draumnum fann ég ekki fyrir neinn vott af hræðslu.

Ég fékk þá útskýringu að zombie þýddi, hópur af fólki sem einhver opinber skýring sem er ekki sönn haft áhrif á of marga einstaklinga, hvort sem þeim líkar betur eða verr fara þeir eftir því, bara því þeim er sagt það. Þetta væri þá einsog eitthvað umrót í samfélaginu sem allir fara eftir, við sem vorum þá ,,survivors" vorum þá einsog lítill hópur manna sem berjast gegn þessari ósönnu staðhæfingu. Árekstur á síðan að þýða að maður fái einhverjar slæmar fréttir. Þetta með hræðsluna var síðan sagt að þýddi, fyrir heild í drauminum að maður hafi orðið mjög hræddur en samt haldið ótrauður áfram…

Bara vonandi að þið hafið haft gaman af þessu, því þetta er alveg skemmtilegasti draumur sem ég hef dreymt, haha… Ef þið hafið eitthvað að bæta við þetta, frekari draumaráðningu, væri það vel þegið :D

Bætt við 4. febrúar 2008 - 17:56
Ahh… afsaka hvað þetta kom klesst og asnalega út, hafði nú sett einhver greinabil sem komu víst ekki…verður áhugavert að sjá hvort einhver nenni að lesa þetta haha
————–