Sá í einni bók sem ég man ekki hvað heitir. Það var um það að lifa á líðandi stundu og njóta hvers augnabliks-vera vakandi fyrir öllu á líðandi stundu, njóta lífsins ofl. ofl.

Ég hef oft hugsað út í þetta með að vera vakandi yfir því sem er að gerast akkúrat núna. Ég var t.d. hjá lækni, var að hugsa eitthvað þegar læknirinn var að tala við og svaraði henni auðvitað. En svo kom allt í einu svona augnablik eins og ég væri samt að vakna og fatta það hvar ég væri. Hafiði lent í þessu? Þá hugsaði ég:“Var ég að njóta líðandi stundar-veit ég hver ég er-var ég í einhverju öðru hlutverki en mínu eigin-var ég að leika einhverja aðra týpu en ég er, alveg ómeðvitað?

T.d. fór ég einu sinni í leikaraprófið í leiklistaskóla Íslands…á leiðinni í prófið hugsaði ég:”Hvað kom mér út í það að fara að taka þetta alvöru leikarapróf?
Svo fattaði ég eftir leikaraprófið að prófið var búið…það var eins og ég hafi lært textann heima í einhverjum trans/leiðslu og vaknað þegar það kom að því að ég nálgaðist slólann með hverju skrefi, fallið í trans í prófinu og vaknað eftir prófið og hugsað…hvað var ég að gera???? Hvað fékk mig til þess???

Þetta var eitthvað sem ég hélt að væri ólíkt mér- hélt að ég myndi aldrei þora í þetta próf.
Mamma sagði við mig í símann eftir prófið: “Vá, ég vissi ekki að þú værir svona mikil hetja, þú af ÖLLUM!”

Erum við bara við sjálf eða kemur einhver önnur týpa upp þegar við eigum að vera hugrökk og “láta vaða”?
Ég er greinilega veraldarvön án þess að vita af því ef við erum bara við sjálf!


Vonandi getið þið reynt að skilja eitthvað í því sem ég er að meina. Mér finnst stundum eins og ég þurfi að finna sjálfa mig og hugsa oft: Er ég að leika einhverja eða er ég égsjálf?????
Okkur er ætlað eitthvað hlutverk í lífinu en fáum við fleiri en eitt hlutverk í einu lífi?