Deja Vu er tilfinningin sem þú færð þegar þér finnst þér hafa upplifað/séð/heyrt eitthvað áður og er mjög áberandi tilfinning, það fer ekki framhjá manni þegar það gerist.
Sumir vísindamenn telja þetta vera villu í boðum augna til heila og að augun sendi óvart boð tvisvar í röð sem heilinn okkar upplifar sem að við höfum séð þann tiltekna hlut áður. Hins vegar útskýrir það ekki af hverju okkur finnst við hafa heyrt eða gert einhverja hluti áður.