Draumur
Fyrir um það bil mánuð hættum ég og kærastan mín saman. Síðan þá hefur mig dreymt hana í nánast hverjum draumi og mér finnst svoldið skrítið að ein manneskja komi svona oft fyrir í draumum mínum og þetta hefur aldrei gerst fyrir mig áður að hvorki foreldrar mínir né aðrir birtist svona oft. Ég get verið fullviss um að hún birtist allavega í öðrum hverjum draumi hjá mér og örugglega oftar. Þar sem ég er með berdreymi og spurðist ég fyrir um hjá miðli afhverju sumir draumar mínir rættust þá sagði hún mér frá því þegar það byrjaði að koma fyrir. En er eitthver með hugmynd um hvað þetta geti verið? En þegar við vorum saman þá vorum við gjörsamlega límd saman og kanski að þetta sé eitthvað tengt því? En draumarnir sem hún birtist í eru svo ólíkir að ég get ekkert séð útúr þeim og það eru alls ekki allir draumar sem rætast hjá manni en það kemur fyrir og þá mjög áberandi.