sko mig dreymir dáldið oft vatn og í draumaráðningabók sem amma mín á ( eitthver dönsk bók) stendur að vatnið tengist tilfinningum og það fari allt eftir því hvernig vatnið er hvað það þýði en sko ég skil bara ekki eitt
draumurinn er yfirleitt þannig að ég stend eitthversstaðar úti og er að horfa á sundlaug sem er mjög grunn bara 30 cm á dýpi eða eitthvað og þarna ofaní sitja vinir mínir og eru bara í góðu chilli svo sjá þeir mig og byrja eitthvað að veifa til mín og kalla á mig og biðja mig um að koma ofaní til þeirra svo ég fer og sting mér oní en í staðinn fyrir að lend beint á botninum og slasa mig þá sekk ég og fer alveg rosalega djúpt og sama hvað ég reyni að synda hratt uppúr þá kemst ég ekki og svo endar það alltaf þannig að ég fæ hörku drukknunar tilfinningur og svo vakna ég
veit eitthver hvað þetta gæti mögulega þýtt ég fann bara ekki hvað drukknun þýddi í þessari draumabók hennar ömmu