Ég vill fyrst biðja þig um að tala ekki eins og þú þekkir mig. Ég tilheyri engri sérstakri sect innan trúarinnar, nema þá Sunni.(Ég held reyndar að þú hafir ætlar að segja liberal múslimi en hvað um það)
Í öðru lagi þá finnst mér sorglegt að þú skulir halda mig heilaþveginn. Ég tók upp Islam með lestri bóka og heimasíða, og nýt nú hjálpar félaga minna í moskunni. Það var enginn múslimi sem kom nálægt þessari ákvarðanatöku hjá mér, og því að sjálfsögðu ekki um heilaþvott að ræða þarsem það fyrirbæri krefst þvingunar. Ef að ég kýs að taka upp einhvern sið án þess að nokkur annar komi nálægt því er það ekki heilaþvottur. Þú gerir ekkert annað en láta sjálfan þig líta illa út með slíkum athugasemdum.
Þú þykist auðsjáanlega vita meira en aðrir með því að fullyrða að Islam boði kúgun og óréttlæti, þrátt fyrir að mun betur menntað fólk segir þér ítrekað að svo sé ekki.
Spámaðurinn segir sjálfur að ekki sé hægt að skilja Kóraninn án þess að hafa Tawhid, þ.e grundvallarskilning á trúnni. Ef þú veist ekkert um hvað trúin snýst þá muntu lesa hana með fyrirfram ákveðin gildi í huga, eins og þú hefur augljóslega gert, og þá nærðu ekki að meðtaka boðskap hennar. Þú hefur t.d. ákveðið að hún boði ofbeldi og kúgun kvenna, og þessvegna hunsarðu þá staði í henni sem sýna fram á að svo sé ekki. Það er ástæðan fyrir því að þú svaraðir engum tilvitnunum mínum í kóraninn.
Ég vill ítreka að mér finnst hræðilegt þessi maður skuli hafa verið myrtur fyrir að afneita Islam, og að fjölskylda hans hafi verið ofsótt fyrir það. En það sem þú skilur því miður ekki, er að aðgerðir múslima og boðun Guðs í gegnum Islam og spámenn þess er ekki sami hluturinn. Þú veist vel að kristnir menn hafa mjög ríka hefð fyrir því að ofsækja og drepa fólk af öðrum trúarbrögðum. Gyðingar, Múslimar, Sígaunar og fleiri hafa verið drepnir svo öldum skipti í Evrópu. Spánverjar og síðar Bandaríkjamenn útrýmdu frumbyggjum Ameríku og byggðu upp ný kristin samfélög, og evrópubúar endurtóku svo leikinn annarsstaðar í heiminum. Þeir hafa einnig verið duglegir að drepa hvorn annan fyrir að hafa aðeins öðruvísi sýn á trúnna, en það hefur oft endurtekið sig í evrópu, síðast fyrir örfáaum síðan í N-Írlandi. Biblían, aðallega gamla testamentið, er síðan stútfullt af ofbeldi og hvatningu við ofbeldi og margir kristnir menn hafa notað það sem hvatningu til ofangreindra verka.
Samt er ég ekki að fara að segja að allri kristnir menn séu slæmir og að kristur hafi boðað ofbeldi. Ég á marga kristna vini og ber mikla virðingu fyrir kristnum mönnum og gyðingum, enda eru þetta nátengd trúarbrögð sem trúa á sama Guðinn. Spámennirnir mínir eru þeir sömu og þeirra, og lít ég á þá sem bræður mína.
Hvað segir það um mig? Hvað segir það um þig?
Þú verður líka að skilja að milljónir kristinna manna búa í múslimskum ríkjum, á landinu helga og í kringum það svæði, og hafa gert það frá tímum krists (þ.e löngu fyrir komu Islam) Hvernig væri það hægt ef Islam boðaði dráp á kristnum mönnum? Æðsti fulltrúi Grískra rétttrúnaðarmanna er með aðsetur í hinni Islömsku Istanbul, vegna þess að hún var einu sinni grísk. Hversvegna leyfa múslimar það ef þeir hata alla kristna menn? Það er bálkur innan sha'riah, islömskum lögum, sem talar um rétt þeirra sem ekki eru trúaðir og að þeir hafi rétt á að iðka það sem þeir vilja(eins og stendur ítrekað í kóraninum, sérstaklega súru 109)
Spámaðurinn(og reyndar allir hugsandi menn) sagði að ekki ætti að dæma trúnna af hinum trúuðu, en það ætti að dæma hina trúuðu af trúnni. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að segja þér, því þetta er eitthvað sem þú þarft að hugsa út í.
Þú ert heldur ekki að skilja að það Islam er 1400 ára gamalt og iðkað af 1.300 milljónum manna í heiminum. Vitanlega spannar það mjög vítt svið af trúarlegri hugmyndafræði, og er því ekki hægt að tala um einingu meðal múslima hvað menningarlega þætti varðar. Þessvegna er ekki hægt að benda á ákveðinn hóp manna og segja að þeir tali fyrir fjöldanum eða að hinir sem ekki hagi sér eins og þeir beri ábyrgð á gjörðum þeirra. Þessi hugmynd þín um að ef lítill hópur fólks segist vera múslimar en hlýði ekki boði kóransins þá veikist trúin og verði slæm, er vægast sagt heimskuleg.
Ég myndi aldrei segja að fólk sé ekki neytt til að taka Islam, en það eru engin dæmi þess að Muhammad hafi sagt sínu fólki að neyða fólk til að taka trúnna. Mundu að súra 2:256 segir: There is no coercion in religion. Það breytir engu þó einhverjir neyði fólk til þess að trúa, og mundu að mjög lítill hluti múslima vill það, Islam boðar það ekki í eðli sínu. Það er útgangspunktur allrar þessarar umræðu.
Þessi dæmi sem þú tókst, um að það þurfi tvær konur gegn einum karli, kemur frá Saudi Arabíu eftir að Wahabistar ná þar völdum fyrir nokkrum áratugum síðan. Þeir eru smár og öfgafullur hópur manna sem njóta stuðnings hvorki meira né minna en 3% múslima í heiminum, og eru beinlínis hataðir af stórum hluta þeirra. Ekki vera að troða þeirra heimsku upp á mig, vinsamlegast.
Samkvæmt Sha'riah þá má ekki gifta konu án hennar samþykkis og hún má skilja við mann sinn ef henni langar að gera svo. Dæmi um skilnaðarorsök er t.d. ef honum þekkst ekki að fullnægja henni líkamlega. Hún hefur rétt á að vera heima óáreitt en ef hún vill vinna úti þá á hún persónulega allt það sem hún vinnur sér inn, en maður hennar má ekki snerta það. Kona verður að samþykkja ef maður hennar vill taka sér aðra konu. Í mörgum múslimasamfélögum, sérstaklega á gullöld þeirra, voru konur vel menntaðar og útivinnandi(ég er búinn að segja þér þetta kjáninn þinn) og í Cordóba, múslimska spáni, var skólaskylda fyrir bæði drengi og stúlkur. Múhammeð segir að menn dæmist eftir því hvernig þeir koma fram við konu sína, og að aðeins auvirðulegir menn lemji konur sínar. Muhammed, hvers fordæmi múslimar eiga að reyna að fylgja, hækkaði ekki einu sinni röddina þegar hann talaði við konur sínar. Maryam, maría mey móðir Jesú(friður sé með honum), er einnig mjög í hávegum höfð í Kóraninum, sem og konur Múhammeðs.
Þúsundir kvenna taka upp Islam á hverju ári í Evrópu, og tugþúsundir um allan heim. Hvernig nær þín þröngsýna hugmyndafræði yfir það?
Ef þú vilt læra meira um stöðu kvenna í Islam mæli ég með því að þú talir við systurnar í Moskunni og /eða horfir á þetta vídjó:
http://www.youtube.com/watch?v=snQZCJzRxw8Þetta dæmi þitt um Job er ein mesta þvæla sem ég hef séð. Þú lest semsagt út úr þessu að Guð sé að segja að allir menn eigi að lemja allar konur með prikum, alltaf OG að það sé til þess að refsa konum fyrir að vera óæðri? Ef að þetta sannar ekki kenningu mína um að þú hafir lesið Kóraninn með fyrirfram ákveðna hugmynd um hann þá veit ég ekki hvað.
Job slær konu sína, með stráum ekki grein, til þess að sýna fram á staðfestu hans við drottinn, sem konan hans hafði efast um og síðan yfirgefið. Allir spámennirnir gengu í gegnum einhversskonar raunir til að sanna stðfestu þeirra. Mundu að Job er líka spámaður í kristni og gyðingdómi, og sögurnar af honum þar eru öllu verri en þetta.
Hvað mð Islömsku söguna um Ísraelsku vændiskonuna sem gaf hundi vatn að drekka og fékk fyrirgefningu allra sinna synda fyrir það eitt? Guð var ekki svo mikill kvenhatari þá, er það? Svo reynirðu að segja að ég sé að loka augunum fyrir einhverju.
Ég er múslimi, þekki tugi múslima(konur og karla), er í tengslum við hundruði múslima í gegnum þá sem ég þekki, hef lesið margar bækur og síður, farið á fyrirlestra og horft á umræður um trúnna, setið áfanga í framhaldsskóla og lært um Islam, skrifað ritgerðir um trúnna, kynnt mér líf spámannsins og viðhorf hans, horft á hundruði myndbanda með ræðum og upplestrum um trúarbrögðin, lært sögu Islam utanaf frá flótta múhammeðs til dagsins í dag og tekið þátt í endalausum fjölda umræða um hana.
Þú hefur talað við eina múslimafjölskyldu og rennt yfir kóraninn tvisvar, án þess að hafa Tawhid, og virðist ekki sérlega móttækilegur fyrir upplýsingum.
Ég hef hvern einasta sérfræðing í málefnum múslima og mið austurlanda á bakvið mig, báðum megin við Bosporus sundið. Þú hefur ómenntað fólk, lýðskrumara, og xenophobista á bakvið þig, og síðan fólk sem að hefur slæma reynslu af múslimum og dæmir heildina af hlutanum.
Grunar þig ekki, allavega smá, að það sé eitthvað sem þú sért að missa af? Að hugsanlega þá sé þetta einangraða tilvik, sem er beinlínis gegn trúnni að gera, kannski ekki alveg fordæmisgefandi fyrir því að leggjast algjörlega gegn einum fimmta mannkyns?
Ef að ég væri útlendingur, kæmi hingað í sumarfríi og væri laminn af Íslendingi, í nafni Íslands, gæti ég þá sagt að allir Íslendingar séu slæmir og enginn ætti að koma hingað? Ef ég segði það, hefði ég þá rétt fyrir mér? Ímyndaðu þér þá að Íslendingar væru eittþúsund og eitthvað milljónir og dreyfðust um allan heim. Hefði ég þá rétt fyrir mér? En ef ég segði að það væri bókstaflega kennt í skólum á Íslandi að það ætti að lemja alla útlendinga, og að Ísland væri stofnað á þeim grundvelli að lemja útlendinga. Hefði ég þá líka rétt fyrir mér? Nei, ekki frekar en þú núna. Einu munurinn er að þú skilur Íslands en ekki Islam.
Ég ætla að enda á tilvitnun í kristinn mann, Montgomery Watts, sem er trúarbragðafræðingur. Hann talar um þetta viðhorf sem þú hefur, að trúarbrögðin séu slæm og séu tákn myrkurs, svona:
“In this post Freaudian world, men realize that the darkness described to ones enemies is a projection of the darkness in oneself that is not fully admitted. In this way, the distorted image of Islam is therefore to be regarded as a shadow side of European man”
Horfðu á þetta vídjó(og sem flest með Hamza Yusuf, hann er frábær. Fáðu endilega vin þinn með þér í það):
http://www.youtube.com/watch?v=X8GtHRqtAGI