Ég fermdist því miður og ég bara veit ekki afhverju.
Kannski því allir vinir mínir fermdu sig?
Kannski fyrir pakkana?
Kannski því amma og afi hefðu afneitað mér?
Ef að samtök eins og Vantrú hefðu komið í skólann og kynnt fyrir okkur vantrú þá hefðu svona 20-30% færri fermst sig er ég viss því ég vissi varla að það væri hægt að fermast ekki.
En þá leiddi þessu hugsun mig að KRISTNI Í SKÓLUM.
Núna er ég í 9.bekk og við erum að fara í kirkju í messu bráðlega útaf jólunum.
Hversu rétt er að Þjóðkirkjan sé að stunda trúboð í skólum?
Afhverju er ekki vantrú, búddismi, múslimar og vottar að boða trú?
Hvað hefur þjóðkirkjan svona mikið framyfir aðrar trúir?
Afhverju var aldrei búið að fræða mig um aðrar trúir og trúleysi áður en ég fermdi mig?
Ég tel mig ekki hafa verið nógu þroskaðann til að taka ákvörðun um að fermast 13 ára og ef þjóðkirkjan myndi breyta fermingar aldrinum í t.d. 16 ára er ég nokkuð viss um að það myndi minnka talsvert í fermingarfræðslum landsins.
Meina ég má ekki skrá mig úr trú fyrr en ég er 16. Veistu afhverju? Því maður þarf að vera nógu þroskaður til að taka svo stóra ákvörðun.
Ég var núna fyrir stuttu að byrja í nýjum skóla og ég komst að því að bekkurinn minn hafði verið í kristinfræðslu í 1-8 bekk. Afhverju ekki trúarbragðafræði?
Ég tók mér tíma og las á vantru.is og las biblíuna og það var nóg til að afkristna mig.
Mér finnst eins og prestar séu á fullu að halda um biblíuna með einni hendi og ýta fólki í burtu með hinni svo það sjái hana ekki.
Mín niðurstaða er sú að fólk sé að fermast (allavona slatti) útaf engu öðru en fáfræði.
Hversu rétt er að Þjóðkirkjan sé að stunda trúboð í skólum?
Afhverju er ekki vantrú, búddismi, múslimar og vottar að boða trú?
Afhverju var aldrei búið að fræða mig um aðrar trúir og trúleysi áður en ég fermdi mig?
Afhverju ekki trúarbragðafræði?
Kveð að sinni.
P.S ég skrifaði þetta í dálitlu flýti.