Ég hef verið að pæla lengi í því þegar ég var lítill svona frá 6-9 ára þá fékk ég alltaf þessar hryllilegu marthraðir,

Marthraðirnar voru alltaf eins.

Ég var staddur í einhverri blokk og það var stigagangur að bílastæða geymslunni sem var undir blokkinni og neðst í stigunum var allveg risastór rotta sem beið þar eftir mér til að éta mig.

Ég var alltaf með einhverjum einum vini sem ég átti (ekki sá sami alltaf) og rottan náði honum alltaf í stigunum og át hann og ég stóð þarna bara og gat aldrey farið frá stigunum.
og það kom fyrir að ég var líka einn en ég byrjaði þá alltaf að fara niður stigana þótt ég var að reyna á fullu að komast upp en ég gat það ekki, svo endaðir þetta alltaf á því þegar rottan rífur í fótinn á mér þegar hún er undir stiganum þá vaknaði ég alltaf.
————————————————–


Þetta dreymdi mig allveg dagana saman lengi stundum svona í 1 viku og svo liðu nokkrir dagar og aftur þetta en þá ætti þetta í svona 2 mán en þetta kom alltaf aftur, ég var alltaf skíthræddur um að fara að sofa og þegar ég vaknaði þá sá ég stundum einhverja rottu skríða í rúmminu mínu og ég nátturlega hoppa úr því og hún fór alltaf undir koddan, þetta voru þá ofsjónir hjá mér.
————————————————-

svo var annar draumur um einhver anda sem var líka einhvað að reyna að drepa mig, hann var alltaf að fleygja með útum allt og hann var í bílastæða geymslunni undir þessari blokk sem rottan var.

og mig dreymdi þennann anda líka allveg heví lengi en svo alltí einu kom amma mín og vínkona hennar og síndu mér flösku sem andinn var í og lögðu hana niður á gólfið í bílastæðageymslunni og mig dreymdi ekki andann aftur




Hafið þið lent í þessu líka eða er ég sá eini ?
og þýðir þetta einhvað spes eða ?

(á ekki draumabókina)