Það er langt síðan ég fór að hugsa um að mig langaði til að skipta um trúfélag og hef hugsað mikið um hvaða trúfélag henti mér og mínum skoðunum helst. Eftir að hafa kynnt mér aðeins þá finnst mér ásatrú mjög spennandi og eitthvað sem ég væri alveg til í að taka þátt í. Eitt sem ég var að velta fyrir mér er það hvernig það gengur fyrir sig þegar og ef ég hitti nú einhvern sem mig langar að giftast og það kemur upp á bátinn að hann er annars trúar en ég. Hvernig er það með brúðkaup? Er hægt að gifta sig samkvæmt hefðum einhverrar trúar þótt maður sé ekki skráður í það trúfélag?
Bara velta fyrir mér kosti og gallana áður en ég tek ákvörðun :)
Shadows will never see the sun