Er að velta fyrir mér, er einhver hérna sem hefur ætlað sér að ransaka og stunda dulspeki að fullu?
Væri gaman að vita ef einhver er að gera eitthvað meira en aðeins dundla sér við þetta.
Og svo kanski hvaða dulspeki þeir aðhillast, hvað þeir eru nákvæmnlega að gera/stunda og hvaða niðustöður þeir hafa fengið.
Sjálfur hef ég áhuga á Buddhisma og Thelema en er aðalega að einbeita mér að Buddhismanum eins og er, ég stunda einbeitingaræfingar, sem er hluti af hugleiðslu, og er náttúrulega að lesa mig til einnig.
Byrjaði frekar nýlega að stunda einbeitingaræfingar og hef þar með ekki komist neitt sérstaklega langt í þeim, á hinsvegar auðveldara með að gera þær en þegar ég byrjaði, vil ég halda að ég sé kominn með “access concentration”, og hef einusinni tekist að komast í alsæluástand hingað til.
Your turn..