úff..
Hef lent í svipuðu skrýtnu atvikum tvisvar sinnum seinustu vikurnar, held að þetta var líka svefnrofalömun orsome.
Það er mál með vexti að þetta gerðist rétt áður en ég er búin að festa svefn, svona ca. 30-45 mín.
Þá “vaknaði” ég, opnaði annað augað pínkulítið og sé að allt er dimmt eins og það er hánótt(eins og það var). Svo byrjaði ég heyra einhver raddir, eins og einhverjar tvær manneskjur væru að tala saman inni í herbergið mitt. Ég kallaði “hver er þetta!” og þá þögnuðu báðar raddarnir strax og allt var geðveikt hljótt. Svo allt í einu þá á ég smá saman erfit með að anda og finnst eins og einhver sé að halda fyrir munnin og nefið og er að reyna að kæfa mig.
Ég reyni auðvitað að reisa mig, teygja mig í lampan eða hreyfa mig eitthvað en fatta svo að ég er alveg pikkfastur. Þá reyni ég alveg á fullu að opna bæði augun og þegar það tekst þá er ég vaknaður eins og venjulega.
Fyrsta sinn sem þetta gerðist þá panik-aði ég geðveikt og þegar ég náði að opna augun þá rauk ég á labbir með hjartað alveg í botn og kveikti öll ljós. Mjög scary tilfinning.
Svo í seinna skiptið, sem gerðist bara um seinustu helgi, var aðeins öðruvísi því þá “vaknaði” ekki við engar raddir. Þá reyndi ég að vera mun rólegri og panika ekki þótt að ég gæti ekki andað og væri sama sem lamaður. Svo eftir að ég var búin að ná alveg áttum, þá lét ég alla einbeitinguna í það að opna bæði augun og það tókst nánast alveg strax og ég vaknaði eðlilega.