Mér finnst ég stundum næstum sjá manneskjur eða einhverjar verur útundan augunum, svo þegar ég kíki þá er ekkert þar. Stundum finnst mér eins og einhver sé fyrir aftan mig og svo er enginn þar.
En málið er að þetta eru bara feilar sem við sem manneskjur tökum stundum. Heilinn á okkur er byggður til að vinna úr upplýsingum, og stundum fáum við ekki fullkomnar upplýsingar og skáldum í eyður. Við sjáum líka alls konar verur og andlit og manneskjur í öllu. Það þarf ekki annað en blautt handklæði í kuðli á gólfinu til að koma ímyndunaraflinu af stað. Það fyrirbrigði kallast “pareidolia”.
Leitaðu svo á google að “blind spot” til að fá rosalega góða útskýringu á góðu dæmi. Svona er öll okkar vitund. Það sem þú sérð út um augun og heyrir gegnum eyrun er ekki alltaf það sem er í alvörunni. Dulspekisfólk virðist ekki átta sig á þessu og tekur öllum “vitnisburði” eins og heilögum sannleik, þótt það séu til ósköp venjulegar útskýringar á ÖLLU svona. En nei, þeir þurfa að fá eitthvað ævintýri, að heimurinn sé rökréttur er ekki nógu spennandi fyrir þá. Þess vegna loka þeir augunum og vilja ekki sjá sannleikann.