Í nótt þá dreimdi mig að þetta væri næstum því bara venjulegur skóladagur í skólanum en það skrítna var að ég var komin með einkvern töframátt og það var allt annar kennari hún var spigfeit og með stutt ljóst hár. Kennarinn skipaði okkur að læra allveg rosalega erfið reikningsdæmi, en útaf töfrum mínum þá galdraði ég allt í einu eitthvað og lét kennarann segja: Eða leika ykkur úti í allann dag. Kennarinn leyfði okkur að fara á Bjössa-róló, ég gekk við hliðina á einhverri stelpu sem leit næstum því út eins og Sibba, hún var í svörtum jakkafötum og með svört sólgleraugu. Ég tók sólgleraugun af henni og það var Sibba.
Klikkaður draumur ekki satt!
og áður en ég gleymi, ég er Sibba og hin nöfnin eru aðrar vinkonum mínar.