Ég spái mikið í bollum. Sannkallaður bollaáhugamaður.
Ég á líka virkilega flottan bolla sem ég nota alltaf undir kaffið mitt, og þríf hann eiginlega aldrei, þannig að það eru alveg taumarnir af þornuðu kaffi niður með annari hliðinni (þeirri hlið sem maður drekkur úr ef maður heldur í handfangið með hægri hendi).
Besti bolli í heiminum. Held ég hafi fengið hann í söstrene gröne í smáralindinni stuttu eftir að hún opnaði. Kostaði svona 253 krónur. Alltaf svo skrítin og skemmtileg verð í þeirri búð. Mikið af skemmtilegu drasli líka, og svo er hún svo skemmtilega sett upp. Maður gengur í gegnum svona gang alla leiðina, hafiði ekki farið þangað?
Ein af uppáhalds búðunum mínum í smáralindinni, en ég hef svosem alltaf verið meira fyrir kringluna. Hún er ekki jafn “straight forward”. Stundum getur það reyndar verið ágætt að hlutir séu “straight forward”, eins og t.d. línuleg algebra. Línuleg algebra er alveg merkilega áhugavert afbrigði innan stærðfræðinnar, og alveg ótrúlegt hve áhugaverðar uppgötvanir hafa verið gerðar á því sviði af mönnum eins og Gauss. Þvílíkur snillingur var hann.
Satt að segja er það nokkurnvegin orðaleikur að segja að línuleg algebra sé “straight forward”, vegna þess að hún fjallar náttúrulega um línuleg fyrirbæri, og línulegar aðgerðir sem er hægt að framkvæma á línulegum jöfnum til að einfalda þær og ná fram einhverjum praktískum lausnum.
:ooo