Þú sagðir að englar þyrftu að vera stórir til að stíga til himna.
Þá segi ég
1. náðu þér í A4 blað
2. teiknaðu strik nánast því þvert yfir þannig að það snerti aðeins annan kantinn
3. teiknaðu lítinn spýtukarl þar sem strikið er lokað í endann.
4. Hversu langt þarf spýtukarlinn að fara til þess að komast fram hjá strikinu?
Ef þú horfir á þetta frá sjónarhorni spýtukarlsins þá er þetta löööööngvegalengd, því hann býr í tvívíðum heimi. Hann hefur ekki hugmynd um hvað fram og aftur er. Hann skilur bara hvað hægri, vinstri, upp og niður eru.
Ef þú hins vegar bætir einni vídd við, þriðjuvíddinni. Þá getur hann stigið “yfir” línuna. Eitthvað sem hann skilur ekkert hvað þýðir.
Að sama skapi, þá getur virst rosalega langt og erfitt að stíga til himna. En fyrst sköpunnarsinnar og trúað lið í dag, sem berst við að halda í trúna, ákveður að túlka guð fyrir utan tíma og rúm. Sem eitthvað utan okkar veraldar (svo það virki örugglega engin rök gegn honum!) þá ættu englar hans að kunna að nota 4 rúmvíddir, ef sú fjórða er til.
Sem við höfum ekki Hugmynd um.
http://www.youtube.com/watch?v=BWyTxCsIXE4&mode=related&search=