Hugleiðsla, eða á ensku “meditation” er að slaka á líkamanum með einum hætti eða öðrum.
Þegar talað er um hugleiðslu, þá sjá flestir fyrir sér að setjast niður í vissar stellingar (sjá mynd:
http://universalblogger.files.wordpress.com/2007/05/meditation.jpg) og anda rólega inn, reyna að finna slökun í daglegu lífi, sem getur verið mjög hektískt og stressandi. Margir nota þessa aðferð, setjast, tæma hugann, slaka á, anda rólega, og reyna að fá meiri orku.
Þú segir að maður geti ekki bara fengið orku “sísvona”, og það er alveg rétt hjá þér. En eftir almennilega hugleiðslu þá finnurðu fyrir þvílíkri orku um allan líkamann, nú af hverju? Af því að þú náðir svo góðri slökun í vissan tíma og þegar þú vaknar frá því þá líður þér eins og þú sért alveg úthvíldur og orkumikill.
Þetta er hins vegar ekki eina leiðin til að hugleiða, til dæmis fá margir svipaða slökun og afslöppun út úr því að liggja í baðkari með kannski rólega tónlist í gangi og anda rólega. Þetta er líka hugleiðsla. Sumir hugleiða með því að fara út í garð og gróðursetja og vinna í garðinum, og fá einhverskonar andleg þægindi út úr því sem jafnast á við slökun og svo þegar þau eru búin finna þau fyrir orku og endurnæringu.
Þú leggur til að fá sér bjór eða jónu. Sumir vilja einfaldlega slaka á með öðrum hætti.
Það tekur mikla æfingu að ná stjórn á hugleiðslu, því í fyrstu getur maður að sjálfsögðu ekki hætt að hugsa um hitt og þetta. Við erum alltaf á fullu að hugsa og það tekur æfingu að geta hætt því í bara 5 mínútur og sest niður og náð hugleiðslu.
Ég mæli með því að þú prufir þetta áður en þú kemur hér inn og dæmir þetta. Þetta er frábært og hefur gjörbreytt lífi margra, sem hafa t.d. átt við streituvandamál að stríða eða kvíða.