Trúarbrögð eru ekkert að fara að hverfa strax af yfirborði jarðar og það trúa fæstir sem taka þátt í þessu beint á þetta,
Ég myndi nú ekki vera fljótur að staðhæfa svona. Ásatrúarfélagið er fyrst og fremst fyrir Ásatrúarmenn, og aðra heiðingja. Flest allir Ásatrúarmenn trúa á goðin, ekki endilega sem raunverulegar persónur, heldur sem hugtök sem við sem manneskjur þurfum að læra af. Þeir lifa eftir Hávamálum, eða orðum Óðins. Þetta er ekki eitthvað sem fólk er að gera bara til þess að halda uppi fornum sið, heldur til þess að stunda sína trú. Ekki allir í Ásatrúarfélaginu eru beinlínis Ásatrúarmenn, heldur fyrirfinnast þar líka margir heiðingjar úr ýmsum áttum, sem eru skráðir í félagið því að þetta er sú trú sem kemst nálægast sínum. Við blótum og höldum trúarathafnir, heiðnar hjónavígslur, heiðnar jarðarfarir, o.fl. ekki bara í gríni, heldur af því að þetta er okkar trú.
Bara smá að leiðrétta :-)
ES: Ég er engan veginn að afneita því að í Ásatrúarfélaginu er fólk sem er ekki Ásatrúar, heldur vill einfaldlega styðja þessa starfsemi því að þetta er gamall íslenskur siður, og jafnvel hafa gaman af því að mæta á blót og jafnvel með svipaðar skoðanir á heimnum og flestir heiðingjar. Auðvitað er til slíkt fólk, sem er náttúrulega bara frábært að mínu mati, því þetta litla félag þarf pening til þess að halda áfram starfsemi sinni, halda uppi húsnæði, o.fl.