Beltane er ein af hátíðunum sem Wicca-fylgjendur halda upp á. Hátíðirnar eru alls 8 og kallast Sabbatar.
Beltane er sú síðasta af þremur vorhátíðum (Fyrst kemur Imbolg, svo Ostara og svo Beltane), og það er haldið upp á hana um kvöldið 30. apríl og svo heldur hátíðin áfram um nóttina, og þess vegna halda sumir upp á hátíðina 1. maí.
Vorið er í fullum blóma; frjósemi og líf eru allstaðar í kringum okkur. Þetta var einu sinni hefðbundinn tími til þess að blessa landsvæði og dýr til þess að hvetja velmegun og frjósemi. Frjósemisathafnir eru framkvæmdar, eins og t.d. að dansa í kringum Maí-stöngina, sem er enn gert í mörgum löndum, á svokölluðum Maí-degi (eða May Day). Þessi stöng er í raun eitt stórt reðurtákn sem dansað er í kringum til þess að halda upp á frjósemi. Það er gömul hefð að kveikja bál á Beltane og dansa í kringum það. Sumir kalla hátíðina “hátíð eldsins”.
Þetta er tíminn til þess að halda upp á ást, sameiningu og frjósemi manna, gróðurs og dýra. Haldið er upp á kynferðislega sameiningu. Beltane er vinsæll tími fyrir heiðnar vígslur eða brúðkaup. Þetta er afslappaður tími þar sem hægt er að njóta sín, dansa og skemmta sér. Þetta er endurnýjandi tími þar sem gott er að slappa af og safna orku fyrir komandi tíma.
Beltane er hátíðlegur og glaðlegur tími. Þetta er tíminn til þess að dansa og fagna lífinu.