Ægishjálmurinn Ægishjálmurinn er notaður til þess að særa gegn reiði. Hann getur hjálpað við að stilla reiði sína ef hún er of mikil.

Hann var notaður í íslenskum göldrum til þess að vekja ást og vináttu og eyða illum hug.

Minnst er á Ægishjálminn í mörgum íslenskum heimildum og þar er talað um galdramátt hans. Í galdrakveri frá 17. öld er Ægishjálmurinn notaður gegn óvináttu. Samkvæmt Íslenskri Galdrabók (galdraskræðu frá 17.öld) er Ægishjálmurinn bæði notaður í lækningargöldrum og kynlífsgöldrum; að hleypa bráðarbrókarsótt í konur.

Einnig segja sumar heimildir frá því að Ægishjálmurinn hafi verið notaður þegar menn vildu brjóta niður afl andstæðinga sinna.

Hér sjást vissar þversagnir í tákninu; það er bæði notað fyrir ást og árás, lækningar og losta. Þessar þversagnir skemma þó ekkert fyrir tákninu; það er greinilega margþætt og fjölbreytt, sem þýðir aðeins að það þarf að vanda sig við notkun táknsins í göldrum og öðru.

Til eru margar mismunandi gerðir af Ægishjálmi.