Freyja
Tengd við: ást, losta, kynlíf, frjósemi, stríð, vernd og galdra

Freyja er falleg gyðja ástar, frjósemi og kynlífs. Hún er einnig gyðja losta og stríðs. Oft er notast við hana í göldrum sem viðkoma ást, frjósemi og kynlífi. Hún er persónugervingur kvenlegrar fegurðar, full af kvenlegri og kynferðislegri orku. Hún er mikilfengleg
gyðja og sumar heimildir kveja að hún hafi einnig verið kraftmikil stríðskona.

Freyja er hrifin af fallegum skartgripum og á hálsmen sem er kallað Brísingarmenið. Brísingarmenið var búið til af dvergaætt sem heita Brísingarnir. Hún sá hálsmenið hjá þeim og bað þá um að fá að eiga það. Þeir sögðu að hún mætti það ef hún myndi eyða einni nótt með hverjum þeirra. Freyja gerði það, og fékk að eiga Brísingarmenið.

Þegar Óðinn komst að því hvernig Freyja fékk menið, skipaði hann Loka að stela meninu frá henni. Freyja komst svo að því að Óðinn stóð á bak við hvarf mensins og fékk menið aftur frá honum.

Hún hjálpar við fæðingar og frjósemi bæði mannkyns, dýra og náttúru. Hún ferðast um í vagni sem er dreginn af tveimur köttum. Kettir eru persónugervingar dulúðar og galdra, og Freyja var öflug galdrakona. Hún er verndari kvenlega galdra og mannkynsins. Þegar Freyja grætur, falla tár hennar á jörðina og sjóinn. Þegar tárin snerta jörð, breytast þau í gull, og þegar þau snerta sjó, breytast þau í raf. Þetta táknar þá miklu frjósemi sem Freyja gefur jörðu.

Þó svo að Freyja er falleg og tengd ást, þá á maður aldrei að líta framhjá myrku hlið hennar. Hún er mikil blekkingarkona og á marga elskendur, bæði gifta menn og ógifta. Sem hjákona losta og blekkingar er hún algjörlega óviðeigandi í göldrum sem varða tryggð og hjónaband. Freyja er einnig talin stríðskona, og sumar heimildir kveðja að hún hafi verið yfirkona Valkyrjanna. Þetta táknar sterku tengslin á milli Freyju og stríðs og dauða, sem er hlið af Freyju sem aldrei má gleyma.