Í Wicca eru engin tíu boðorð né reglur. Hins vegar er siðfræði Wicca-fylgjenda byggð á einum texta, „The Wiccan Rede“. Textinn er ljóðrænn og fallegur, en í honum koma fram vissar reglur, og svo í lok textans kemur mikilvægasta regla Wicca, sem má í raun kalla hið eina boðorð trúarinnar.
The Wiccan Rede:

“Bide the Wiccan Law you must, in perfect Love and perfect Trust.
Live you must and let to live, fairly take and fairly give.
For tread the Circle thrice about to keep unwelcome spirits out.
To bind the spell well every time, let the spell be said in rhyme.

Light of eye and soft of touch, speak you little, listen much.
Honor the Old Ones in deed and name,
let love and light be our guides again.
Deosil go by the waxing moon, chanting out the joyful tune.
Widdershins go when the moon doth wane,
and the werewolf howls by the dread wolfsbane.

When the Lady's moon is new, kiss the hand to Her times two.
When the moon rides at Her peak then your heart's desire seek.
Heed the North winds mighty gale, lock the door and trim the sail.
When the Wind blows from the East, expect the new and set the feast.

When the wind comes from the South, love will kiss you on the mouth.
When the wind whispers from the West, all hearts will find peace and rest.
Nine woods in the Cauldron go, burn them fast and burn them slow.
Birch in the fire goes to represent what the Lady knows.

Oak in the forest towers with might, in the fire it brings the God's
insight. Rowan is a tree of power causing life and magick to flower.
Willows at the waterside stand ready to help us to the Summerland.
Hawthorn is burned to purify and to draw faerie to your eye.

Hazel-the tree of wisdom and learning adds its strength to the bright fire burning.
White are the flowers of Apple tree that brings us fruits of fertility.
Grapes grow upon the vine giving us both joy and wine.
Fir does mark the evergreen to represent immortality seen.

Elder is the Lady's tree burn it not or cursed you'll be.
Four times the Major Sabbats mark in the light and in the dark.
As the old year starts to wane the new begins, it's now Samhain.
When the time for Imbolc shows watch for flowers through the snows.

When the wheel begins to turn soon the Beltane fires will burn.
As the wheel turns to Lamas night power is brought to magick rite.
Four times the Minor Sabbats fall use the Sun to mark them all.
When the wheel has turned to Yule light the log the Horned One rules.

In the spring, when night equals day time for Ostara to come our way.
When the Sun has reached it's height time for Oak and Holly to fight.
Harvesting comes to one and all when the Autumn Equinox does fall.
Heed the flower, bush, and tree by the Lady blessed you'll be.

Where the rippling waters go cast a stone, the truth you'll know.
When you have and hold a need, harken not to others greed.
With a fool no season spend or be counted as his friend.
Merry Meet and Merry Part bright the cheeks and warm the heart.

Mind the Three-fold Laws you should three times bad and three times good.
When misfortune is enow wear the star upon your brow.
Be true in love this you must do unless your love is false to you.
These eight words the Rede fulfill; ”an ye harm none, do what ye will“”

Ef það ætti að búa til lista yfir reglurnar í Wicca, yrði sá listi ekki langur, en það er einmitt það sem við munum reyna að gera núna.

1. Á meðan þú skaðar engan, gerðu það sem þú vilt.
Þessi regla er aðal-reglan í Wicca og er einnig megin áherslan í textanum (“an ye harm none, do what ye will”). Þegar sagt er „engan“ er átt við allar manneskjur, dýr og iðkandann sjálfan. Sumir Wicca-fylgjendur vilja túlka þetta þannig að þetta eigi líka við blóm, gróður, tré og allt annað sem vex í náttúrunni, en ekki allir eru sama sinnis. Til dæmis má deila um það hvort það sé brot á reglunni ef iðkandi slær grasið í garðinum sínum, eða týnir blóm til þess að skreyta heimili sitt með. En meðal-iðkandinn túlkar þetta ekki alveg svo bókstaflega. Þessi regla finnst í öllum trúarbrögðum, á einn eða annan hátt, en sést oftast í formi „gullnu reglunnar“; Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Þó að það er ekki alveg það sem þessi regla segir, þá gengur þetta út á sama hlutinn.

2. Vertu trú/r og traust/ur í ást.
Ein af mikilvægu reglum Wicca er það að vera traust/ur bæði fjölskyldu, vinum og maka. „ Be true in love this you must do unless your love is false to you.“ Þetta traust gildir líka gagnvart öðrum iðkendum, og til dæmis sveimsmeðlimum.

3. Vertu réttlát/ur.
„ Live you must and let to live, fairly take and fairly give “. Þessi regla vísar einnig í svokölluðu gullnu regluna (komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig). Ef þú ætlast til þess að geta gert einn hlut, verðurðu að leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Ef þú ætlast til að fá eitthvað, verðurðu einnig að gefa á móti.

4. Gættu þrefalda lögmálsins.
Þrefalda lögmálið, eins og útskýrt var á bls. 4, er það sem margir vilja kalla karma. Þessi regla segir það, að allt illt sem þú gerir mun koma aftur til þín, þrefalt. En þetta á einnig við allt gott sem þú gerir. „ Mind the Three-fold Laws you should three times bad and three times good.“

Segja má að þetta séu höfuð-reglur Wicca. Margir vilja halda því fram að iðkendur Wicca séu siðlausir og „illir“, en það má vera vegna kvikmynda og sjónvarpsþátta sem fólk vill halda það. Þó svo að Wicca hefur í raun aðeins þrjár höfuð-reglur, þýðir það ekki að iðkendur trúarinnar séu eitthvað „verri“ en iðkendur annara trúa. Svo hafa auðvitað einstaklingar innan Wicca sínar eigin siðareglur, og þess vegna munar á milli einstaklinga, en það finnst í öllum trúarbrögðum.