Mig er búið að dreyma mjög spes drauma síðustu nætur og hér kemur einn þeirra..
Ég var stödd í útlöndum, stór fjöll og löng strá sem yfirgnæfðu allt. Svo blasir við mér venjuleg girðing og fuglahræða sem var í rauninni ekki fuglahræða. Þetta var grannur, hávaxinn strákur sem var látinn vera fuglahræða. Frekar spes.
Ég stend þarna ein og svo byrjar bífluga að elta mig. Ég hleyp eins og ég eigi lífið að leysa. Pabbi minn birtist svo allt í einu þarna og ég hleyp til hans. Hann spyr mig hvort ég vilji fara á e-ð safn. Ég játa auðvitað og svo erum við komin í stóran sal. Þetta safn var svona leikhús nokkurnveginn þarsem það voru mörg lítil leikrit í gangi.
Við pabbi byrjum á því fyrsta. Þar er fuglahræðan (strákurinn þeas) í músarbúning. Músin hoppar þarna og skoppar og gamall maður situr í stól hjá músinni. Svo fer strákurinn úr búningnum og horfir ofboðslega undarlega á mig, brosir svo, labbar að mér og kyssir mig.
Pabbi hverfur svo og við komin útúr húsinu. Það er sól úti, ótrúlega gott veður, flott útsýni.. sjór, fullt af blómum og fínerí. Stákurinn sýnir mér nýja rauða bílinn sinn og við keyrum á tjaldstæði.
Þetta var nú samt ekkert venjulegt tjaldstæði. Frekar dimmt og þungbúið þarna yfir (get ekki útskýrt beint). En þegar við mætum samt eru allir vinir mínir og kunningjar þarna og allir voða glaðir að sjá mig. Minnir svo að ég hafi bara verið að flakka þarna á milli tjalda í góðra vina hópi og vaknað svo við leiðinlega símhringingu!
Svooona var hann nú! :)