Æji enginn búinn að senda neitt inn….
ég held ég kunni kannski…jæja ég skrifa þetta bara!….
Einu sinni var maður og konan hans að fara í nokkurskonar starfsmannapartý og þau kæmu ekki heim fyrr en um næsta dag. Þau áttu tvær dætur; ein þeirra var á unglingsaldri og hin lítil á leikskólaaldri. Fyrst að foreldrarnir þurftu að fara myndi eldri stelpan ekki komast í eitthvað rosalegt djamm sem átti að vera um kvöldið og var geðveikt fúl en samþykkti samt að lokum að passa litlu systir sína.
Foreldrarnir fara um kvöldið og skilja systurnar tvær eftir heima. Eldri systirin segir stelpunni bara að fara að sofa og flýtir sér síðan út og skilur litlu systir sína eina eftir heima. Seinna fattar hún á miðri leið að hún gleimdi veskinu sínu heima og snéri til baka. Það var allt dimmt og hljótt í húsinu og stelpan fann ekki ljósrofann. Hún þreifaði sig samt áfram, fann veskið og fór út á lífið. Næsta dag vaknar hún rosalega þunn eldsnemma um morguninn. Hún flýtir sér eins og hún getur heim til að það myndi ekki komast upp um að hún hafi farið.
Þegar hún kemur heim þá finnur hún ekki litlu systir sína. Hún leitar út um allt hús og loksins kemur hún upp á háaloft. Þar lá systir hennar dauð í sínu eigin blóði, náhvít í framan með bláar varir og mar um hálsinn og á spegli mjög nálægt stendur skrifað með blóði: “Takk fyrir að kveikja ekki ljósin í gær”.
Þetta fannst mér allavega ógeðslega scary þegar ég var yngri…(þegar stelpan hafði leitað af veskinu í myrkrinu þá hafði morðinginn greinilega verið í miðju morðinu að kirkja litlu systir hennar) :O :|
Endilega einhver að skrifa sögu hérna…langar að heyra hvað aðrir hafa að segja. ;)
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"