Andaglas virkar, ég veit ekki hvernig, hvort það er andi í glasinu eða einhver orka sem skapast á milli þáttakenda en það virkar.
Þegar ég var í 8.bekk fór ég í andaglas með vinkonum mínum og við trúðum svona mismikið á þetta. Við spurðum andann hvort hann þekkti einhverja okkar og hann sagði að hann þekkti okkur allar svo við spurðum hann hvernig. Hann nefndi grunnskólann sem við höfðum allar verið í (1.-7.bekkur) og við báðum hann að segja okkur frá sér. Andinn sagðist vera kona, sem hefði kennt í skólanum okkar fyrir nokkrum árum, áður en við byrjuðum, hún vildi ekki segja okkur hvað hún hét en hún sagðist vera einhent. Við trúðum auðvitað ekki orði af þessu, fannst þetta alltof dramatískt og vorum líka vissar um það að við hefðum heyrt um einhvern dáinn einhentan kennara í skólanum og fórum þar af leiðandi allar að saka hver aðra um að hafa verið að hreyfa glasið, sem enginn viðurkenndi að hafa gert. Nokkrum dögum seinna segir mamma mér að það sé frí í skólanum hjá bræðrum mínum (sama skóla og ég hafði verið í) daginn eftir útaf jarðaför fyrrverandi kennara. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvað þetta væri creepy og fékk að vita nafnið á kennaranum hjá mömmu. Fór svo heim til vinkonu minnar og við spurðum eldri systur hennar (sem hafði verið í sama skóla) um þennan kennara sem var verið að fara að jarða og hennar svar var: “já, einhenti kennarinn”.
Okkur fannst þetta frekar creepy, enginn okkar vissi hver þessi kona var, né að neinn fyrrverandi kennari úr skólanum okkar væri dáin. Mér finnst þetta allavega alltof mikið af smáatriðum til að þetta geti verið tilviljun.
Svo hef ég orðið vör við skyndilegar hitabreytingar inni í herbergjum þar sem ég var í andaglasi sem (alla vega í fljótu bragði) áttu sér engar skýringar. Eins ein vinkona mín sem er næm, hún sofnaði yfirleitt eða varð hrikalega þreytt og eftir sig eftir andaglös, eins og það sogaði bara orkuna úr henni.
-Það er snákur í stígvélinu mínu