Já þú verður að láta einhvern óskyldan þér kaupa spilin fyrir þig, það er líka fleira sem þú verður að pæla í. Þú mátt EKKI sjá framhliðina á neinu spili áður en þú sérð bakhliðina. Það er best að leggja spilin eitt í einu á borð, bakhliðin upp, og horfa vel á þau. Ef þú horfir á framhliðina fyrst þá geta komið slæmir straumar í spilið og svo alltaf þegar spilið kemur upp þá gerast vondir hlutir fyrir persónuna sem þú ert að spá fyrir!
Svo verðurðu að passa að nota helst alltaf tréborð til að spá, steinn eða gler er líka í lagi en alls ekki plast. Annars er ekkert að marka spádóminn, tarot spil HATA plast.
Svo þegar þú ætlar ekki lengur að spá fyrir einhverjum í smá tíma, þá verðurðu að kveðja spilastokkinn. Það eru engar sérstakar reglur um hvernig, en ef þú td gleymir að þú átt tarot spilastokk án þess að vera búinn að “kveðja” hann fyrst þá fara allir galdrarnir úr spilunum. Það er allt í lagi að taka spilastokkinn fram aftur og spá en svo verðurðu að kveðja hann aftur næst. Sumir kveðja stokkinn eftir hvern spádóm en þetta er ekki alveg nauðsynlegt, sakar samt ekkert sko. :P