Já, ég veit ekki afhverju, en þessi draumur “situr í mér”. Það er ekki stutt síðan að mig dreymdi þetta, ég ég get bara ekki gleymt honum.
Draumurinn:
Ég vakna og fer í skólann, góður vinur minn kemur ekki en ég er ekkert að hugsa um það. Á leiðinni í tíma sé ég strák sem ég var með í bekk fyrir 5 árum, strákurinn talar spænsku reiprennandi, en í alvöru á hann í erfiðleikum bara með islenskuna. Hann þekkir mig ekki, og virðist ekki átta sig á því að hann sé íslenskur, eins og ég.
Seinna kemur þessi vinur minn, sem hafði ekki mætt um morguninn, en hann kom á brókini einni. En hann virtist ekki hafa minnstu hugmynd um það. Ég reyni að tala við hann, en hann virðist vera mjög leiður og utan við sig.
Ég næ tali af honum inni í einhverji skólastofu, og segi honum að hann sé bara á brókinni. Skyndilega klæðir hann sig úr og byrjar að gráta.
Fleira fólk kemur inn, talar við mig, en hundsar hann algjölega.
Fer ég síðan að ná í föt fyrir hann, en þá hringir síminn og ég vakna…
Hef reynt að vera ekkert að hugsa um þetta, en get ekki hætt.
Bætt við 24. júní 2007 - 20:22
Strákurinn sem ég hitti hét/heitir Elías. Og vinur minn heitir Miquel (Michael). Ég veit ekki hvort þetta skiptir einhverju máli, en bæði nöfnin komu oft fram. Anna heirði ég líka í draumnum.