Um daginn þá dreymdi mig draum , ég man ekki oft drauma mína en þarna var hann ótrúlega skýr og ég mundi nærri allt.
Ég var að labba út úr herberginu mínu sem er á miðhæð í húsinu, þá sá ég helling af slöngum risastórar kirkislöngur og líka pínulitlar eiturnöðrur sem voru þarna fyrir utan.
Þarna kom svona blackout eiginlega í draumnum, Ég man ekkert hvað þær voru að gera, síðan byrjaði ég að berjast við þær og reyndi að koma þeim inní kommóðu/skenk á neðstu hæðinni og ég náði því, en þegar ég setti seinustu slönguna inn þá slapp ein naðra og beit mig , ég vaknað.
Ég man sérstaklega að ein slangan var Græn kyrkislanga (Green Tree Python) (Chondropython viridis).
Ég fletti meiraaðsegja slöngunni upp..
Bætt við 21. júní 2007 - 12:00
Btw, þ´ðir það e-ð sérstakt að detta niður klett eða e-ð og hrökkva upp.