Ég sagði það í seinasta svari og geri það aftur hér, ég tel engin trúarbrögð “æðri” öðrum þrátt fyrir að ég vitni í þessi stig. Hinsvegar gefa stigin ágætis mynd af því í hvaða röð trúarbrögð hafa þróast, þ.e. fyrsta stigs komu fyrst fram o.s.frv. Þessi stigaflokkun er þó aðeins ein af gríðarmörgum flokkunum trúarbragða, enda hafa þau verið mönnum hugleikin nánast frá upphafi.
Ef þú hefðir lesið þér aðeins betur til myndir þú vita að skilgreining þín á trúarbrögðum, þ.e.a.s. að trú sé annaðhvort trú á æðri mátt, forlög eða eftirlíf, nú eða hvaða blanda sem er af þessu þrennu býst ég við, á alls ekki alltaf við. Oftast, mikil ósköp, en ekki alltaf. Svo er auðvitað hið klassíska bil milli trúar og trúarbrgaða, en þar getur verið um tvo ólíka hluti að ræða. Ég tel mig t.d. frekar trúaðan, samt trúi ég ekki á Guð né nokkuð annað æðra vald, forlög eða eftirlíf. Ekki það að ég geti útilokað neitt af þessu, en þú getur það ekki heldur svo að við skulum ekki gera mál úr því.
Trúarbrögð geta víst byggst á skoðunum, ég skil ekki alveg hvað þú ert að reyna að fara með þessum punkt. Ef trúarbrögð byggðust ekki á skoðunum, hvers vegna eru þá svo margir trúarhópar til sem deila um hvað sé rétt túlkun/skoðun á sama trúarrritinu?
Það að kalla hluti rugl, sérstaklega þá sem maður hefur ekki kynnt sér nógu vel, eru fyrir mér fordómar. Ætlun mín var aldrei að segja ein trúarbrögð æðri öðrum, og samt reynirðu að láta líta út fyrir að það sé mín skoðun. Ég vil vinsamlegast biðja þig að halda þig við það sem ég segi þegar þú svarar mér, þar eð mér er illa við að vera lögð orð í munn, og þá sérstaklega hluti sem segja mig fordómafullan. Ég legg mikið upp úr því að skoða málefni frá öllum hliðum á opinn og fordómalausan hátt, og því þykir mér móðgandi þegar ég er að ósekju kallaður fordómafullur.
Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman nefnt það að þér þætti trúaðir einstaklingar veikgeðja, en það er gott að vita að svo er ekki. Það er samt svolítið ókurteist að kalla lífsskoðanir annarra rugl, þar eð um leið dæmirðu stóran part af þeirri manneskju um leið. Ég er samt viss um að þú meinar vel með þessum predikunum þínum um yfirburði trúleysis gagnvart öðrum lífsspekum(?).
Mér þykir samt alltaf jafn skondið að sjá suma trúleysingja í krossferðum, því að einhverra hluta vegna á ég erfitt með að tengja trúboð trúleysi.
/rant :P
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.
Ég valdi þarna vitlaust orð í einni af rökfærslum mínum, byðst velvirðingar á því. Ég segi trúarbrögð ekki skoðanir, ég átti að sjálfsögðu við að “trú er ekki skoðun”, trúarbrögð geta vissulega verið háð skoðunum fólks. En það er ekki skoðun Gunnars í Krossinum að hommar og lesbíur séu syndarar, það er hans trú.
Já þú viðurkennir að með stigum áttirðu við þróun trúarbragða, þannig að önnur kenning mín var rétt. En nú þróast ekki öll trúarbrögð eins og ekki munu þau öll þróast yfirhöfuð, eskimóa og hirðingjatrúarbrögð eru mörg hver mun eldri en þessi klassísku eingyðistrúarbrögð en eru samt ennþá á sama “stigi”.
Ég bið þig allavega afsökunar á því að hafa lagt þér orð í munn, sé það svona eftir á að það var einfaldlega rangt.
Trú og trúarbrögð eru með óskilgreinanlegustu hlutum í heimi (rétt á eftir þeim guðum sem þau styðja) og því þýðir lítið að rífast um hvort mín skilgreining á fyrirbærinu sé réttari eða rangari en þin.
Það er vissulega rétt hjá þér að með því að dæma lífsskoðanir fólk rugl er maður að dæma hluta af fólkinu, enda er það óhjákvæmanlegt. Ef ég segi nasisma vera illgjarna stefnu að þá hlýtur mér að finnast fylgjendur hennar að einhverju leyti illgjarnir, en þó ekkert sem ekki má bæta með uppfræðslu. En ég lýt ekki niður á nasista, ég tel mig og mínar skoðanir ekki skoðunum nasista æðri. Það að skoðun sé illgjörn þýðir ekki að hún sé óæðri, alveg eins og að sú skoðun sem er kærleiksrík sé öðrum skoðunum æðri.
Sú manneskja sem hefur þá lífskoðun að ég og allir mínir skoðanabræður (og systur) muni brenna í eilífum eldi og þjást í eilífum pyntingum hlýtur að virka á mig sem bilaðri manneskja heldur en hver annar.
Ég er nú alls ekki í neinni krossferð og leiðist mér þegar mínum orðum er líkt við það þjóðarmorð er kristnir stunduðu í miðausturlöndum upp úr aldamótunum þúsund. Ég var einfaldlega (fyrst) að gagnrýna það að trúarbrögðum væri skipt upp í stig, og hvað þá í kennslubókum.
0