Hunda dreymir allavega og svo hefur maður heyrt fullt af sögum af dýrum sem láta undarlega áður en t.d. náttúruhamfarir dynja yfir.
Ég á hund sem getur ekki á neinn hátt talist gáfaður (hleypur spólandi graður á eftir fólki í lopapeysum) ;) en hann dreymir mjög greinilega, maður sér hann oft liggjandi á gólfinu hrjótandi eins og fullvaxinn karlmaður, dillandi skottinu á fullu. Svo stundum hrekkur hann upp og byrjar að gelta bara eitthvað út í bláinn en er svo svakalega sofandi að hann dettur bara á hliðina og sofnar aftur.
Þegar suðurlandsskjálftinn var 17.júní 2000 vorum við uppí sumarbústað og allt í einu trylltist hundurinn, byrjaði að gelta alveg á fullu og hlaupa um allt eins og óður væri. Við náttúrulega skildum ekkert hvað var í gangi og bara sögðum honum að þegja, sem hann hlýddi ekki og við opnuðum hurðina til að hleypa honum m út, en hann stoppaði bara í dyragættinni og horfði á okkur með sama svip og þegar hann er skilinn eftir einn heima, rosalega biðjandi og leiður. Þá kom skjálftinn, sem útskýrði fyrir okkur hegðun hundsins. Við höldum að hann hafi viljað koma okkur útúr húsinu fyrst hann stoppaði bara svona í gættinni, en það er alveg á hreinu fyrir okkur að hann vissi að það var eitthvað í gangi.
-Það er snákur í stígvélinu mínu